Leiðtogi sem kann að leiða kjarabaráttu Björn Páll Fálki Valsson skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar