Brúskur er nýjasta tískan hjá kindum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 20:16 Jökull Helgason, sauðfjárbóndi á Ósabakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er að gera skemmtilega tilraun með ræktun á Brúskfé. Hann er mjög ánægður með árangurinn enn sem komið er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brúskfé er nýjasta tískan þegar íslenska sauðkindin er annars vegar en bóndi á Skeiðunum hefur náð góðum árangri með ræktun fjárins. Brúskurinn, sem er hárbrúskur er á hausnum á kindunum en þó ekki á enninu, heldur í hnakkanum. Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Í fjárhúsinu á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur Jökull Helgason, fjárbóndi verið að reyna sig áfram eð ræktun á Brúskfé sér og öðrum til ánægju. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hann er með nokkrar fallegar brúskindur en brúskarnir sjást oftast best á ferukollóttu fé. „Þær eru hreinferukollóttar þessar en þá eru þær með genin beggja vegna frá. Það kemur ekki svona góður brúskur nema að það sé ferukollótt í báðum foreldrunum. Maður verður bara að halda áfram og vera með einhvern fjölda til að finna réttu einstaklingana til þess að framrækta og þannig er hægt að ná stofni upp, sem maður er sáttur við, bæði gagnvart gerð og gæðum og svo brúsknum,“ segir Jökull. En er hann eitthvað að klippa kindurnar svo brúskurinn verði fallegur? „Nei, nei, þær verða bara svona, ég klippti þær ekkert og nota ekki hársprey,“ segir Jökull hlægjandi og bætir strax við; „Svo í mars þá klippi ég brúskinn af því hann náttúrulega dettur af og ef ekki þá verður hann að flóka, þannig að það er best að hreinsa um brúskinn í mars og svo kemur nýr brúskur fyrir næsta haust.“ Hér eru þrjár kindur hjá Jökli með myndarlegan brúsk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jökull segir ótrúlega gaman að prófa sig áfram í ræktuninni hvort sem það er Brúskfé eða með mismunandi liti á fénu eða eitthvað allt annað. „Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman af þessu, ég er eflaust eitthvað smá skrýtinn en það fylgir bara, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, það verður að vera það,“ segir brúskbóndinn á Ósabakka.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira