„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44