Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 09:02 Elísabet segir mikilvægt að þróunin á Íslandi verði ekki eins og í Kanada. Mynd/Aðsend/Getty Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. Undanfarnar tvær vikur hefur takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verið mótmælt víðs vegar í Kanada en fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Vancouver um síðustu helgi. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er í mastersnámi við Háskólann í British Columbia og er þar í bekk með fjölmörgum heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa verið uggandi yfir stöðu mála, sérstaklega eftir síðustu helgi. Elísabet fór út til Kanada í framhaldsnám í lok árs 2021 en fyrir það hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur til að mynda hjá Frú Ragnheiði og á heilsugæslunni. „Það sem er kannski helst að gerast fyrir bekkjarfélaga mína hérna úti, sem er að koma mér verulega á óvart, er sem sagt að mótmælin hérna við frelsisskerðingum sem fólk er að upplifa vegna Covid eru í auknum mæli að beinast að heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Elísabet. Sprengjuhótanir og líkamsárásir dropinn sem fyllti mælinn Nýverið var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsmanna að vera ekki í vinnufötum utan stofnanna eða vera með sýnileg nafnskírteini vegna hættu á áreiti frá mótmælendum. Þá hafa yfirvöld fest það í lög að ákveðin svæði í kringum heilbrigðisstofnanir séu vernduð fyrir mótmælum. „Ástæðan fyrir þessu er líkamsárásir sem að heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið fyrir og aðkasti, og nú síðustu helgi voru sprengjuhótanir víða inni á heilbrigðisstofnunum,“ segir Elísabet. „Þannig að um síðustu helgi þá var dálítið að sjóða upp úr og bekkjarfélagar mínir lýstu því þannig að það kom þeim á óvart að staðan væri orðin svona, þau virtust ekki sjálf átta sig á því að staðan væri orðin svona í mótmælunum,“ segir hún enn fremur. Elísabet segir stöðuna markvisst hafa farið versnandi í gegnum faraldurinn. Sprengjuhótanirnar um síðustu helgi, sem reyndust þó vera gabb að sögn lögreglu, hafi síðan verið dropinn sem fyllti mælinn að sögn Elísabetar. „Það var svolítið það sem að setti mig í þá stöðu að fara að hugsa þetta svolítið gagnrýnna og reyna að sjá stóru myndina, hvað er að gerast í samfélaginu okkar sem er að orsaka það að spítalar eru ekki lengur öruggur staður til að fara á til að fá þjónustu í vestrænum ríkjum,“ segir Elísabet. „Maður veit ekki alveg í stóru myndinni hvað mun gerast og ég vil auðvitað ekki að þetta þróist í einhverja átt þannig það verði meiri öfgar. Þannig maður er að reyna að stíga aðeins til baka og sjá hvað er að stía ölum þessum hópum í sundur og hverjar eru afleiðingarnar af því líka að þessi mótmæli séu að grassera,“ segir hún. Íslendingar heppnir með sitt frelsi Á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa aðgerða en þó hefur ekki verið sett á bólusetningarskylda. Það hefur vissulega komið til tals að veita bólusettum sérstök réttindi með bólusetningarpössum, líkt og er til að mynda gert í Kanada, en það hefur ekki verið gert, enn sem komið er. Elísabet segir mikilvægt að horfa á stóru myndina og segir Íslendinga heppna með það að yfirvöld hafi ekki sett á bólusetningarskyldu. „Vissulega eru alls konar einstaklingar að upplifa allskonar frelsiskerðingar og ég held að við þurfum klárlega að að líta á þær, eins og bara aðgengi að þjónustu fyrir heimilislausa einstaklinga, fyrir flóttafólk, fyrir hælisleitendur, öryrkja, hvaða hóp sem er,“ segir Elísabet. „En í stóra samhenginu þá búum við enn þá við það frelsi að velja hvort við fáum bólusetningu eða ekki og það þurfa auðvitað allir að virða þá ákvörðun, sama hvernig það er.“ Elísabet segist enn upplifa mikla óvissu sem heilbrigðisstarfsmaður, bæði í Kanada og á Íslandi, en telur að nú sé tækifærið til að læra af reynslunni eftir sannkallaða fordæmalausa tíma. „Við erum vissulega á krossgötum og ég held að þetta gæti farið í margar áttir en til þess að þetta fari í átt sem er góð fyrir heildina, þá held ég að við þurfum bara aftur einhvern veginn að reyna að finna samstöðuna á Íslandi til að koma í veg fyrir að þetta þróist í þessa átt. Hérna úti í Kanada þá veit ég ekki hvað maður getur gert en það þarf einhvern veginn að leiða hópinn saman aftur og bara gera þetta saman,“ segir Elísabet. „Ég held að við séum bara með frábært tækifæri, á Íslandi sérstaklega, til að taka ákvörðun um að fara ekki í þessa átt og halda áfram í góða átt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins verið mótmælt víðs vegar í Kanada en fjölmenn mótmæli fóru til að mynda fram í Vancouver um síðustu helgi. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er í mastersnámi við Háskólann í British Columbia og er þar í bekk með fjölmörgum heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa verið uggandi yfir stöðu mála, sérstaklega eftir síðustu helgi. Elísabet fór út til Kanada í framhaldsnám í lok árs 2021 en fyrir það hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur til að mynda hjá Frú Ragnheiði og á heilsugæslunni. „Það sem er kannski helst að gerast fyrir bekkjarfélaga mína hérna úti, sem er að koma mér verulega á óvart, er sem sagt að mótmælin hérna við frelsisskerðingum sem fólk er að upplifa vegna Covid eru í auknum mæli að beinast að heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Elísabet. Sprengjuhótanir og líkamsárásir dropinn sem fyllti mælinn Nýverið var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsmanna að vera ekki í vinnufötum utan stofnanna eða vera með sýnileg nafnskírteini vegna hættu á áreiti frá mótmælendum. Þá hafa yfirvöld fest það í lög að ákveðin svæði í kringum heilbrigðisstofnanir séu vernduð fyrir mótmælum. „Ástæðan fyrir þessu er líkamsárásir sem að heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið fyrir og aðkasti, og nú síðustu helgi voru sprengjuhótanir víða inni á heilbrigðisstofnunum,“ segir Elísabet. „Þannig að um síðustu helgi þá var dálítið að sjóða upp úr og bekkjarfélagar mínir lýstu því þannig að það kom þeim á óvart að staðan væri orðin svona, þau virtust ekki sjálf átta sig á því að staðan væri orðin svona í mótmælunum,“ segir hún enn fremur. Elísabet segir stöðuna markvisst hafa farið versnandi í gegnum faraldurinn. Sprengjuhótanirnar um síðustu helgi, sem reyndust þó vera gabb að sögn lögreglu, hafi síðan verið dropinn sem fyllti mælinn að sögn Elísabetar. „Það var svolítið það sem að setti mig í þá stöðu að fara að hugsa þetta svolítið gagnrýnna og reyna að sjá stóru myndina, hvað er að gerast í samfélaginu okkar sem er að orsaka það að spítalar eru ekki lengur öruggur staður til að fara á til að fá þjónustu í vestrænum ríkjum,“ segir Elísabet. „Maður veit ekki alveg í stóru myndinni hvað mun gerast og ég vil auðvitað ekki að þetta þróist í einhverja átt þannig það verði meiri öfgar. Þannig maður er að reyna að stíga aðeins til baka og sjá hvað er að stía ölum þessum hópum í sundur og hverjar eru afleiðingarnar af því líka að þessi mótmæli séu að grassera,“ segir hún. Íslendingar heppnir með sitt frelsi Á Íslandi hefur verið gripið til ýmissa aðgerða en þó hefur ekki verið sett á bólusetningarskylda. Það hefur vissulega komið til tals að veita bólusettum sérstök réttindi með bólusetningarpössum, líkt og er til að mynda gert í Kanada, en það hefur ekki verið gert, enn sem komið er. Elísabet segir mikilvægt að horfa á stóru myndina og segir Íslendinga heppna með það að yfirvöld hafi ekki sett á bólusetningarskyldu. „Vissulega eru alls konar einstaklingar að upplifa allskonar frelsiskerðingar og ég held að við þurfum klárlega að að líta á þær, eins og bara aðgengi að þjónustu fyrir heimilislausa einstaklinga, fyrir flóttafólk, fyrir hælisleitendur, öryrkja, hvaða hóp sem er,“ segir Elísabet. „En í stóra samhenginu þá búum við enn þá við það frelsi að velja hvort við fáum bólusetningu eða ekki og það þurfa auðvitað allir að virða þá ákvörðun, sama hvernig það er.“ Elísabet segist enn upplifa mikla óvissu sem heilbrigðisstarfsmaður, bæði í Kanada og á Íslandi, en telur að nú sé tækifærið til að læra af reynslunni eftir sannkallaða fordæmalausa tíma. „Við erum vissulega á krossgötum og ég held að þetta gæti farið í margar áttir en til þess að þetta fari í átt sem er góð fyrir heildina, þá held ég að við þurfum bara aftur einhvern veginn að reyna að finna samstöðuna á Íslandi til að koma í veg fyrir að þetta þróist í þessa átt. Hérna úti í Kanada þá veit ég ekki hvað maður getur gert en það þarf einhvern veginn að leiða hópinn saman aftur og bara gera þetta saman,“ segir Elísabet. „Ég held að við séum bara með frábært tækifæri, á Íslandi sérstaklega, til að taka ákvörðun um að fara ekki í þessa átt og halda áfram í góða átt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33