„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. febrúar 2022 14:21 Carlos San Juan berst fyrir bættri bankaþjónustu. EPA/FERNANDO ALVARADO „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár. Spánn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár.
Spánn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira