Jónatan Magnússon: Vonandi er þetta það sem koma skal Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:29 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „Þetta er sterkur sigur hjá okkur, mikilvægur og ég er því mjög ánægður,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 25-24 sigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag. „ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“ Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
„ Stjarnan er mikið sóknarlið og skorar yfirleitt mikið og það að ná að halda þeim í 24 mörkum er frábært. Ég er mest ánægður með vörnina og markvörsluna en þetta tvennt var gott allan leikinn. Bruno kemur inn eftir að Nicholas hefur verið góður og heldur uppteknum hætti en ég vil líka nefna baráttuna í mínum mönnum.“ KA er komið með fjóra sigra í röð í deildinni, þó góð pása hafi komið hjá liðinu en þetta er fyrsti leikur liðsins síðan 17. desember síðastliðinn. „Já það er rétt við erum komnir með fjóra sigra í röð þótt það sé svolítið langt á milli þeirra en mér fannst við samt eiga mikið inni eftir leikinn í dag. Mér fannst við ekki keyra mikið á þá út frá okkar varnarleik, það er komið sjálfstraust enda kemur það þegar maður vinnur leiki.“ „Þetta gefur okkur mikið, þetta býr til extra trú með að vinna þennan leik í dag, þetta er mjög sterkur sigur fyrir okkur. Vonandi er þetta það sem koma skal, það er alltaf erfitt að koma í KA heimilið og það verður það, það sem eftir er af vetrinum.“ Einar Rafn Eiðsson spilaði ekki með KA í dag. „Staðan á honum er óviss. Við þurfum að bíða aðeins með hann. Hann fer í myndatöku í vikunni en hann var á leikskýrslu þannig að hann fengi tækifæri til að tjá sig. Það er smá púsluspil fyrir okkur að missa hann eðlilega enda er hann mikilvægur hlekkur hjá okkur, það bar þess aðeins merki. Ég er samt miklu meira fyrir það að tala um þá sem voru að spila, því ég var ánægður með liðið mitt í dag.“ Það er stutt á milli í þessu og næsta verkefni KA er einmitt Stjarnan á miðvikudaginn en þá verður spilað í TM höllinni. „Það er alltaf gott að vinna jafna leiki, það gefur liðum kraft. Næsta verkefni okkar er samt á miðvikudaginn og er einmitt Stjarnan í bikarnum. Það sem við þurfum að gera núna er að endurhlaða okkur og fara svo í nákvæmlega sama slag við Stjörnuna í mýrinni.“
Íslenski handboltinn KA Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti