Valieva fær að keppa þrátt fyrir lyfjaprófið Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 08:34 Kamila Valieva er afar líkleg til að vinna einstaklingskeppnina í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum. Getty/Valery Sharifulin Hin 15 ára gamla Kamila Valieva hefur fengið leyfi til að halda áfram að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking þrátt fyrir að hafa greinst með bannað, árangursaukandi hjartalyf. Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið áfrýjuðu ákvörðun rússneska lyfjaeftirlitsins um að aflétta banni Valievu. Aldur Valievu spilaði inn í ákvörðun CAS. Valieva, sem keppir fyrir lið ólympíunefndar Rússlands þar sem að Rússar eru í banni vegna lyfjahneykslisins þar í landi, getur því keppt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir hún með yfirburðum sigurstranglegust en vinni hún sigur gæti hún verið svipt ólympíumeistaratitlinum síðar. Valieva var í lykilhlutverki þegar Rússar unnu sigur í liðakeppninni í listdansi á skautum í síðustu viku. Eftir keppnina fór hins vegar engin verðlaunaafhending fram, þar sem að upplýsingar bárust um að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var á rússneska meistaramótinu í desember. Rússneska lyfjaeftirlitið, sem sinnti lyfjaeftirliti á mótinu, úrskurðaði Valievu í tímabundið bann síðastliðinn þriðjudag en aflétti því eftir að Valieva kærði þann úrskurð. Þeirri ákvörðun var eins og fyrr segir áfrýjað til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag og sagði að það myndi ekki setja tímabundna bannið á aftur. Í rökstuðningi CAS sagði að taka þyrfti tillit til þess að Valieva væri aðeins 15 ára gömul, það væri ekki hennar sök að niðurstöður lyfjaprófa væru lengi að skila sér, og að það gæti valdið henni óafturkræfum skaða að fá ekki að keppa á Ólympíuleikunum. En þó að Valieva fái núna að keppa, og líklegt sé að hún fagni sigri, þá getur eins og fyrr segir farið svo að hún verði svipt verðlaunum eftir leikana. Alþjóða ólympíunefndin og alþjóða skautasambandið hafa gefið út að þau muni hlíta niðurstöðu CAS og ekki setja sig á móti þátttöku Valievu. Bandaríska ólympíunefndin hefur hins vegar sent frá sér yfirlýsingu og lýst yfir „vonbrigðum með þau skilaboð sem þessi niðurstaða sendir út“.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Rússland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira