Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:39 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Aðsend/Aldís Pálsdóttir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu. Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu.
Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira