Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Móðir drengs sem var sendur heim frá Heilbirgðisstofnun Suðurnesja með alvarlega innvortis blæðingu eftir hálskirtlatöku er hætt að sækja heilbrigðisþjónstu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Rætt verður við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verðum við í beinni frá Þingvöllum þar sem við hittum bjargvætt drengs sem féll ofan í sprungu.

Rætt verður við einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um svokallaða skæruliðadeild Samherja og fjallað verður um sölu á Íslandsbanka en íslenska ríkið verður að öllum líkindum ekki lengur meirihlutaeigandi í bankanum eftir útboð sem stefnt er að í næsta mánuði.

Þá verður við í beinni frá höfninni í Hafnarfirði og tökum á móti hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem var að koma úr loðnuleit.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×