Skilaboð lögreglu séu skýr: Það sé ólöglegt að segja frá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. febrúar 2022 09:25 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar er einn þeirra fjögurra blaðamanna sem boðaður hefur verið til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna málsins. Vísir/Egill Einn fjögurra blaðamanna sem hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu vegna fréttaflutnings um svokallaða skæruliðadeild Samherja furðar sig á háttsemi lögreglunnar og segir hana senda skýr skilaboð: Það sé glæpur að segja frá. Eins og greint var frá í gær mun lögregla taka skýrslu af fjórum blaðamönnum sem hafa stöðu sakbornings eftir umfjöllun sína um skæruliðadeildina. Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, var einn af þeim sem fjallað var um í fréttunum en hann var einn meðlimur hópsins. Hann hefur kært stuld á síma sínum til lögreglu sem hann telur að hafi verið forsenda þess að miðlarnir Stundin, Kjarninn og Kveikur komust yfir samskipti hópsins. „Getur ekki verið glæpur að segja fréttir“ Einn þeirra fjögurra blaðamanna sem hefur verið boðaður í skýrslutöku segist ekki átta sig á málinu. „Nákvæmlega hvað ég á að hafa gert er á þessum tímapunkti algerlega óljóst. Það gefur auga leið að það getur ekki verið glæpur að segja fréttir sem sannarlega eiga rétt á sér,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, neitaði viðtali í gær og vísaði í fréttatilkynningu lögreglunnar sem fer með málið. Þar segir að rannsóknin snúi að broti gegn friðhelgi einkalífs og málið sé í hefðbundnum farvegi. Það sé almennur liður í rannsókn sakamála að taka skýrslur af þeim sem komi að málinu. Skilaboð lögreglu að það sé glæpur að segja frá Aðalsteinn er ekki sammála því að það sé eðlilegt að kalla blaðamenn í skýrslutöku í máli sem þessu. „Bara það að fara af stað í þessa vegferð, að láta blaða- og fréttamenn mæta sem sakborninga sem hafa sér eitt unnið til sakar að segja frá það er stórkostlega varasamt. Og þau skilaboð sem eru send ekki bara til blaðamanna heldur inn í samfélagið allt eru ótrúlega alvarleg,“ segir Aðalsteinn. En hvaða skilaboð er þetta að senda? „Þessi vinnubrögð lögreglunnar? Að það sé glæpur að segja frá.“ Lögreglustjórinn skauti á hálum ís Sigmar Guðmundsson segir framgöngu lögreglunnar á Norðurlandi eystra vafasama.Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Aðalsteini. Hann segir framferði lögreglunnar á Norðurlandi eystra í besta falli vafasamt. „Mér finnst lögreglustjórinn vera að skauta um ansi groddaralega á mjög þunnum ís svo ekki sé fastara að orði kveðið þannig að ég get tekið undir hugsunina hjá Aðalsteini og fleirum sem hafa tjáð sig um þetta mál,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sendi lögreglumenn milli landshluta að leita að stolnum síma Hann segir nauðsynlegt fyrir fólk að hafa samhengi málsins í huga. „Fyrst afhjúpa blaðamenn framferði stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, sem nú er verið að rannsaka í fleiri en einu landi. Fyrirtækið bregst þannig við að það fer í fordæmalausar árásir á fréttamenn. Fréttamenn afhjúpa það og segja fréttir af því og það eru þær fréttir sem eru undir í þessu máli,“ segir Sigmar. „Það hefur enginn kært, þetta tekur lögreglustjórinn upp hjá sjálfum sér og manni virðist einhvern vegin, miðað við það sem liggur fyrir í málinu núna, vera þannig að það er tekið skýrt fram í lagagreinum sem eru undir að lagagreinar eigi ekki við ef almannahagsmunir eru til staðar og það á svo sannarlega við þegar við erum að tala um Samherjamálið í heild sinni. Bæði framferði fyrirtækisins gagnvart blaðamönnum og svo í hinu tilvikinu,“ segir hann. Það verður þó að taka fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja kærði stuld farsíma síns til lögreglu og er það málið sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. „Þannig að þetta virðist sem lögreglustjórinn sé að senda lið lögreglumanna á milli landshluta til að leita að stolnum síma.“ Nýr veruleiki fyrir íslenska blaðamenn Hvaða skilaboð telur Sigmar að málið sendi til blaðamanna í dag? „Skilaboðin sem er verið að senda fyrir það fyrsta: Ef þú segir frá þá geturðu átt von á því að stórfyrirtæki ráðist á þig sem blaðamaður. Það er nýr veruleiki fyrir blaðamenn á Íslandi,“ segir Sigmar. „Ef þú síðan afhjúpar það hvernig þetta sama fyrirtæki beitir sér og þarf síðan að biðjast afsökunar á, höfum það til hliðsjónar líka, beitir sér gagnvart blaðamönnum þá allt í einu fer lögreglustjóri í gang. Ég er ekki hrifinn af þessu miðað við hvers konar upplýsingar liggja fyrir í málinu í dag þannig að mér finnst þetta slæm þróun.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra spurði í færslu sem hann birti á Facebook í gær hvort það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar og gerði athugasemdir við fréttaflutning af málinu. Færsla Bjarna hefur verið til nokkurrar gagnrýni. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata spurði á Twitter hve oft fjármálaráðherra hefði skrifað jafn langan og innblásinn „réttlætingarpistil.“ Var einhver að tala um að Samherji hefði óeðlilega mikil áhrif? Hversu oft hefur fjármálaráðherra hent í jafn langan og innblásinn réttlætingarpistil? pic.twitter.com/pL0PnaxJMm— Andrés Ingi (@andresingi) February 15, 2022 Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Stundarinnar gagnrýndi ráðherrann sömuleiðis á Facebook og sagði erfitt að skilja hvers vegna formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra legði sig svo mikið fram um að réttlæta rannsóknir á blaðamönnum og glæpavæðingu blaðamennsku. „Það er hins vegar ekki erfitt að skilja að hann er þar að taka sér stöðu gegn því að blaðamenn njóti þeirra réttinda að mega segja fréttir án þess að eiga á hættu að vera gerðir að sakborningum fyrir vikið og að hann er að taka þátt í viðmiðaskiptum se aðrir samflokksmenn hans hafa unnið að, þess efnis að hlutverk blaðamanna í lýðræðissamfélagi sé í raun ekkert öðruvísin en allra annarra sem hafa aðgang að samfélagsmiðlum.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Eins og greint var frá í gær mun lögregla taka skýrslu af fjórum blaðamönnum sem hafa stöðu sakbornings eftir umfjöllun sína um skæruliðadeildina. Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, var einn af þeim sem fjallað var um í fréttunum en hann var einn meðlimur hópsins. Hann hefur kært stuld á síma sínum til lögreglu sem hann telur að hafi verið forsenda þess að miðlarnir Stundin, Kjarninn og Kveikur komust yfir samskipti hópsins. „Getur ekki verið glæpur að segja fréttir“ Einn þeirra fjögurra blaðamanna sem hefur verið boðaður í skýrslutöku segist ekki átta sig á málinu. „Nákvæmlega hvað ég á að hafa gert er á þessum tímapunkti algerlega óljóst. Það gefur auga leið að það getur ekki verið glæpur að segja fréttir sem sannarlega eiga rétt á sér,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, neitaði viðtali í gær og vísaði í fréttatilkynningu lögreglunnar sem fer með málið. Þar segir að rannsóknin snúi að broti gegn friðhelgi einkalífs og málið sé í hefðbundnum farvegi. Það sé almennur liður í rannsókn sakamála að taka skýrslur af þeim sem komi að málinu. Skilaboð lögreglu að það sé glæpur að segja frá Aðalsteinn er ekki sammála því að það sé eðlilegt að kalla blaðamenn í skýrslutöku í máli sem þessu. „Bara það að fara af stað í þessa vegferð, að láta blaða- og fréttamenn mæta sem sakborninga sem hafa sér eitt unnið til sakar að segja frá það er stórkostlega varasamt. Og þau skilaboð sem eru send ekki bara til blaðamanna heldur inn í samfélagið allt eru ótrúlega alvarleg,“ segir Aðalsteinn. En hvaða skilaboð er þetta að senda? „Þessi vinnubrögð lögreglunnar? Að það sé glæpur að segja frá.“ Lögreglustjórinn skauti á hálum ís Sigmar Guðmundsson segir framgöngu lögreglunnar á Norðurlandi eystra vafasama.Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Aðalsteini. Hann segir framferði lögreglunnar á Norðurlandi eystra í besta falli vafasamt. „Mér finnst lögreglustjórinn vera að skauta um ansi groddaralega á mjög þunnum ís svo ekki sé fastara að orði kveðið þannig að ég get tekið undir hugsunina hjá Aðalsteini og fleirum sem hafa tjáð sig um þetta mál,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sendi lögreglumenn milli landshluta að leita að stolnum síma Hann segir nauðsynlegt fyrir fólk að hafa samhengi málsins í huga. „Fyrst afhjúpa blaðamenn framferði stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, sem nú er verið að rannsaka í fleiri en einu landi. Fyrirtækið bregst þannig við að það fer í fordæmalausar árásir á fréttamenn. Fréttamenn afhjúpa það og segja fréttir af því og það eru þær fréttir sem eru undir í þessu máli,“ segir Sigmar. „Það hefur enginn kært, þetta tekur lögreglustjórinn upp hjá sjálfum sér og manni virðist einhvern vegin, miðað við það sem liggur fyrir í málinu núna, vera þannig að það er tekið skýrt fram í lagagreinum sem eru undir að lagagreinar eigi ekki við ef almannahagsmunir eru til staðar og það á svo sannarlega við þegar við erum að tala um Samherjamálið í heild sinni. Bæði framferði fyrirtækisins gagnvart blaðamönnum og svo í hinu tilvikinu,“ segir hann. Það verður þó að taka fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja kærði stuld farsíma síns til lögreglu og er það málið sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. „Þannig að þetta virðist sem lögreglustjórinn sé að senda lið lögreglumanna á milli landshluta til að leita að stolnum síma.“ Nýr veruleiki fyrir íslenska blaðamenn Hvaða skilaboð telur Sigmar að málið sendi til blaðamanna í dag? „Skilaboðin sem er verið að senda fyrir það fyrsta: Ef þú segir frá þá geturðu átt von á því að stórfyrirtæki ráðist á þig sem blaðamaður. Það er nýr veruleiki fyrir blaðamenn á Íslandi,“ segir Sigmar. „Ef þú síðan afhjúpar það hvernig þetta sama fyrirtæki beitir sér og þarf síðan að biðjast afsökunar á, höfum það til hliðsjónar líka, beitir sér gagnvart blaðamönnum þá allt í einu fer lögreglustjóri í gang. Ég er ekki hrifinn af þessu miðað við hvers konar upplýsingar liggja fyrir í málinu í dag þannig að mér finnst þetta slæm þróun.“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra spurði í færslu sem hann birti á Facebook í gær hvort það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar og gerði athugasemdir við fréttaflutning af málinu. Færsla Bjarna hefur verið til nokkurrar gagnrýni. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata spurði á Twitter hve oft fjármálaráðherra hefði skrifað jafn langan og innblásinn „réttlætingarpistil.“ Var einhver að tala um að Samherji hefði óeðlilega mikil áhrif? Hversu oft hefur fjármálaráðherra hent í jafn langan og innblásinn réttlætingarpistil? pic.twitter.com/pL0PnaxJMm— Andrés Ingi (@andresingi) February 15, 2022 Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Stundarinnar gagnrýndi ráðherrann sömuleiðis á Facebook og sagði erfitt að skilja hvers vegna formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra legði sig svo mikið fram um að réttlæta rannsóknir á blaðamönnum og glæpavæðingu blaðamennsku. „Það er hins vegar ekki erfitt að skilja að hann er þar að taka sér stöðu gegn því að blaðamenn njóti þeirra réttinda að mega segja fréttir án þess að eiga á hættu að vera gerðir að sakborningum fyrir vikið og að hann er að taka þátt í viðmiðaskiptum se aðrir samflokksmenn hans hafa unnið að, þess efnis að hlutverk blaðamanna í lýðræðissamfélagi sé í raun ekkert öðruvísin en allra annarra sem hafa aðgang að samfélagsmiðlum.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50