Mat á árangri er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun