Telja „íslensku plastsyndina“ líklega sænska að mestu leyti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2022 14:01 Mynd tekin í ferð sendinefndarinnar. Úrvinnslusjóður Það er mat íslenskrar sendinefndar, sem tók út mikið magn plastúrgangs sem fannst í vöruskemmu í Svíþjóð, að það sé líklega að stærstum hluta ættað þaðan, en ekki frá Íslandi. Það vakti töluverða athygli í desember á síðasta ári þegar Stundin birti myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna mátti í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Í frétt Stundarinnar kom fram að áætla væri að minnst 1.500 tonn af íslensku plasti væru í húsinu. Á myndunum mátti sjá þekkt íslensk vörumerki á plastúrgangi. „Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð“ var yfirskrift umfjöllunar Stundarinnar. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec. sem íslenskir aðilar skiptu við, hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis, Webbo Sverige AS. Það fyrirtæki skildi plastið eftir í vöruhúsinu. Fóru í vettvangsferð til Svíþjóðar Í tilkynningu frá Úrvinnslusjóði, sem ber ábyrgð á því að íslenskt plast sé endurunnið, sem send var á fjölmiðla af almannatengslafyrirtækinu KOM í dag, kemur fram að íslensk sendinefnd skipuð fulltrúa sjóðsins og fulltrúum Terra og Íslenska gámafélagsins, hafi haldið til Svíþjóðar í janúar til að taka út umrætt vöruhús og skoða aðstæður. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að skoða og meta magn flokkaðs úrgangs frá Íslandi á staðnum, en einnig og ekki síður sá að ræða við samstarfsaðila til að tryggja eins vel og kostur er að allur plastúrgangur sem sendur er utan frá Íslandi fari ávallt og án óeðlilegra tafa í það ferli sem samið er um hverju sinni, hvort sem er brennslu til orkunýtingar eða annara ásættanlegra nota, eins og egir í tilkynningunni. Telja útilokað að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé Íslands en áætla að nokkrir tugir tonna komi frá Íslandi Meðfylgjandi tilkynningunni fylgir greinargerð sendinefndarinnar frá vettvangsskoðuninni þar sem meðal annars er reynt að leggja mat á hversu mikið íslenskt plast leynist í vöruhúsinu. Þar kemur fram að áætlað sé að um 2.300 til 2.500 tonn af plasti séu eftir innanhús. Er tekið fram að íslenskt plast sé í „miklum minnihluta þess plasts sem er að finna á svæðinu“. Einstaka plastumbúð merkt íslenskum aðilum sjáist á stangli í böggum inni í skemmunni. „Útilokað er hins vegar að áætla með einhverri nákvæmni hve mikið er þarna af íslensku plast en Ijóst að það er aðeins mjög lítill hluti af því sem þarna er,“ segir í greinargerðinni. Myndband sem Stundin birti í desember og var tekið í og við vöruhúsið í Svíþjóð. Þrátt fyrir að tekið sé fram að útilokað sé að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé frá Íslandi er engu að síður reynt að skjóta á magnið í greinargerðinni. Þar er tekið fram að 51 þúsund tonn af plasti hafi verið meðhöndlað af Swerec fá árinu 2016. 1.500 tonn af því hafi komið frá Íslandi, eða um 3 prósent af heildarmagninu. 2.700 tonn af plasti sé á svæðinu í Påryd og um helmingur þess sé frá Swerec. Því áætlar sendinefndin að 1,5 prósent af því plasti sem sé í Påryd sé frá Íslandi. „Ef við gæfum okkur að það væri svipað hlutfall af íslensku plasti og öðru sem Swerec tók við á árinu 2016 sem lentu í geymslunni í Påryd þá má ætla að um 45 tonn af plastúrganginum frá íslandi hefði lent þarna. Það gæti alveg verið raunin þar sem að sendinefndin sá ekki mikið plast í skemmunum sem rekja má til íslands, þó um það verði að sjálfsögðu ekkert fullyrt,“ segir í greinargerðinni. Mynd tekin úr vöruhúsinu í ferð sendinefndarinnar.Úrvinnslusjóður Plastið á ábyrgð sænska fyrirtækisins og úrlausnarefni sveitarfélagsins Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs segir einnig að það sé mat fulltrúa sænska sveitarfélagsins Kalmar að plastúrgangurinn á svæðinu sé á ábyrgð Webbo Sverige AB og að það væri hlutverk sveitarfélagsins að leysa úr þeim vanda sem úrgangurinn hafi í för með sér. Það sé mat starfsmanna sveitarfélagsins að hvorki Terra né Íslenska gámafélagið hafi gert neitt rangt, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Þar sem Webbo Sverige KB er þó enn skráð fyrirtæki og lögmætur eigandi plastsins í Påryd telur sveitarfélagið sér ófært að ráðstafa plastinu án þess að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda þess. Fulltrúar sveitarfélagsins gera sér hins vegar fyllilega ljóst að það sé hlutverk þess, en ekki annarra, að leysa þetta vandamál og engin áhöld eru um að íslenskir aðilar fylgdu öllum reglum við innflutning plastúrgangsins til Svíþjóðar á sínum tíma,“ segir í tilkynningunni. Tengd skjöl UNDIRRITUÐ_GREINARGERÐ_ÍSLENSKU_SENDINEFNDARINNARDOCX3.8MBSækja skjal Umhverfismál Svíþjóð Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02 Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Það vakti töluverða athygli í desember á síðasta ári þegar Stundin birti myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna mátti í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Í frétt Stundarinnar kom fram að áætla væri að minnst 1.500 tonn af íslensku plasti væru í húsinu. Á myndunum mátti sjá þekkt íslensk vörumerki á plastúrgangi. „Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð“ var yfirskrift umfjöllunar Stundarinnar. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec. sem íslenskir aðilar skiptu við, hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis, Webbo Sverige AS. Það fyrirtæki skildi plastið eftir í vöruhúsinu. Fóru í vettvangsferð til Svíþjóðar Í tilkynningu frá Úrvinnslusjóði, sem ber ábyrgð á því að íslenskt plast sé endurunnið, sem send var á fjölmiðla af almannatengslafyrirtækinu KOM í dag, kemur fram að íslensk sendinefnd skipuð fulltrúa sjóðsins og fulltrúum Terra og Íslenska gámafélagsins, hafi haldið til Svíþjóðar í janúar til að taka út umrætt vöruhús og skoða aðstæður. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst sá að skoða og meta magn flokkaðs úrgangs frá Íslandi á staðnum, en einnig og ekki síður sá að ræða við samstarfsaðila til að tryggja eins vel og kostur er að allur plastúrgangur sem sendur er utan frá Íslandi fari ávallt og án óeðlilegra tafa í það ferli sem samið er um hverju sinni, hvort sem er brennslu til orkunýtingar eða annara ásættanlegra nota, eins og egir í tilkynningunni. Telja útilokað að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé Íslands en áætla að nokkrir tugir tonna komi frá Íslandi Meðfylgjandi tilkynningunni fylgir greinargerð sendinefndarinnar frá vettvangsskoðuninni þar sem meðal annars er reynt að leggja mat á hversu mikið íslenskt plast leynist í vöruhúsinu. Þar kemur fram að áætlað sé að um 2.300 til 2.500 tonn af plasti séu eftir innanhús. Er tekið fram að íslenskt plast sé í „miklum minnihluta þess plasts sem er að finna á svæðinu“. Einstaka plastumbúð merkt íslenskum aðilum sjáist á stangli í böggum inni í skemmunni. „Útilokað er hins vegar að áætla með einhverri nákvæmni hve mikið er þarna af íslensku plast en Ijóst að það er aðeins mjög lítill hluti af því sem þarna er,“ segir í greinargerðinni. Myndband sem Stundin birti í desember og var tekið í og við vöruhúsið í Svíþjóð. Þrátt fyrir að tekið sé fram að útilokað sé að áætla með nákvæmni hversu mikið af plastinu sé frá Íslandi er engu að síður reynt að skjóta á magnið í greinargerðinni. Þar er tekið fram að 51 þúsund tonn af plasti hafi verið meðhöndlað af Swerec fá árinu 2016. 1.500 tonn af því hafi komið frá Íslandi, eða um 3 prósent af heildarmagninu. 2.700 tonn af plasti sé á svæðinu í Påryd og um helmingur þess sé frá Swerec. Því áætlar sendinefndin að 1,5 prósent af því plasti sem sé í Påryd sé frá Íslandi. „Ef við gæfum okkur að það væri svipað hlutfall af íslensku plasti og öðru sem Swerec tók við á árinu 2016 sem lentu í geymslunni í Påryd þá má ætla að um 45 tonn af plastúrganginum frá íslandi hefði lent þarna. Það gæti alveg verið raunin þar sem að sendinefndin sá ekki mikið plast í skemmunum sem rekja má til íslands, þó um það verði að sjálfsögðu ekkert fullyrt,“ segir í greinargerðinni. Mynd tekin úr vöruhúsinu í ferð sendinefndarinnar.Úrvinnslusjóður Plastið á ábyrgð sænska fyrirtækisins og úrlausnarefni sveitarfélagsins Í tilkynningu Úrvinnslusjóðs segir einnig að það sé mat fulltrúa sænska sveitarfélagsins Kalmar að plastúrgangurinn á svæðinu sé á ábyrgð Webbo Sverige AB og að það væri hlutverk sveitarfélagsins að leysa úr þeim vanda sem úrgangurinn hafi í för með sér. Það sé mat starfsmanna sveitarfélagsins að hvorki Terra né Íslenska gámafélagið hafi gert neitt rangt, eins og það er orðað í tilkynningunni. „Þar sem Webbo Sverige KB er þó enn skráð fyrirtæki og lögmætur eigandi plastsins í Påryd telur sveitarfélagið sér ófært að ráðstafa plastinu án þess að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda þess. Fulltrúar sveitarfélagsins gera sér hins vegar fyllilega ljóst að það sé hlutverk þess, en ekki annarra, að leysa þetta vandamál og engin áhöld eru um að íslenskir aðilar fylgdu öllum reglum við innflutning plastúrgangsins til Svíþjóðar á sínum tíma,“ segir í tilkynningunni. Tengd skjöl UNDIRRITUÐ_GREINARGERÐ_ÍSLENSKU_SENDINEFNDARINNARDOCX3.8MBSækja skjal
Umhverfismál Svíþjóð Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02 Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02
Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. 10. desember 2021 21:02
Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. 10. desember 2021 13:30