Í tilefni umræðu um skólasund Salvör Nordal skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Grunnskólar Sund Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun