Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 97-77 | Keflavíkurhraðlestinn keyrði yfir bensínlausa Þórsara Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2022 22:38 vísir/bára Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-77, en Þórsarar leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Keflvíkingar tóku á móti botnliði Þórsara í Blue höllinni í kvöld, en fyrirfram hefðu sennilega flestir treyst sér til að setja pening á öruggan sigur heimamanna. Þórsarar aðeins unnið einn leik af 15 í vetur, og mættu til leiks án þeirra Dúa Þórs Jónssonar og Reginald Keely. Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik að hér væru að mætast lið á sitthvorum enda stigatöflunnar. Keflvíkingar virkuðu and- og áhugalausir og á hálfum hraða meðan að gestirnir voru augljóslega mættir til að berjast og hafa gaman. Það skemmdi heldur ekki fyrir að þeir hittu afar vel fyrir utan, settu 10 þrista í fyrri hálfleik í 22 tilraunum, sem gefur 45% nýtingu. Eric Etienne Fongue átti helminginn af þessum þristum og var kominn með 19 stig í hálfeik, en þrátt fyrir að hann væri lang stigahæstur gestanna var ekki um neinn einleik að ræða. Boltinn að flæða vel og allir að leggja sitt af mörkum. Keflavíkurmegin hefði maður e.t.v. reiknað með að Milka myndi fá boltann meira enda lítil hæð í Þórsliðinu í kvöld, en hafði frekar hægt um sig framan af, með 7 stig í hálfleik. Milka endaði með 9 stig og 9 fráköst, en það kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Þórsarar leiddu verðskuldar í hálfleik og ljóst að heimamenn þyrftu að skipta um gír í seinni hálfleik ef þeir ætluðu ekki að færa Þórsurum sinn annan sigur á tímabilinu, og jafnframt sinn annan sigur á Suðurnesjaliði. Það var svipað uppá teningnum framan af seinni hálfleik og Þórsarar komust mest 14 stigum yfir. Þegar u.þ.b. 26 mínútur voru liðnar af leiknum var eins og Keflvíkingar föttuðu loksins að þeir væru að spila keppnisleik í körfubolta og þeir skoruðu alveg heilan helling af stigum í röð. Keflavík vann 3. leikhlutann 29-14 og voru allt í einu komnir 4 stigum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og gestirnir virtust vera að missa trúna á því að stela sigri hér í kvöld. Hvort sem Þórsarar misstu trúna eða urðu hreinlega bensínlausir eftir mikla keyrslu framan af leik, þá voru það Keflvíkingar sem tóku öll völdin á vellinum síðasta korterið og keyrðu gestina algjörlega í kaf. Munaði ekki hvað minnst um Jaka Brodnik sem setti 20 af sínum 25 stigum á síðustu 16 mínútunum. Lokatölur 97-77, öruggur heimasigur Keflvíkinga staðreynd eftir brösótta byrjun, en sennilega sanngjörn úrslit þegar upp er staðið. Af hverju vann Keflavík? Þeir einfaldlega settu í gírinn í seinni hálfleik og spiluðu eins og menn. Þórsarar settu mikið púður í fyrri hálfleikinn á báðum endum vallarins og áttu hreinlega ekki orku til að fylgja fyrstu 25 mínútum leiksins eftir af sama krafti. Hverjir stóðu uppúr? Áðurnefndur Jaka Brodnik átti virkilega gott skotkvöld, 5/6 í þristum og endaði stigahæstur heimamanna með 25 stig. Darius Tarvydas virðist vera að komast í góðan takt, skilaði 23 stigum og 13 fráköstum og 35 framlagspunktum. Þá er vert að minnast á stoðsendingarnar sem Hörður Axel gaf í kvöld en þær voru 15 talsins! Hjá Þórsurum voru margir að leggja í púkkið framan af leik en það mæddi töluvert á Eric Etienne Fongue sóknarlega, en hann skoraði 25 stig í kvöld og var lang stigahæstur gestanna. Hinn danski August Emil Haas átti fínan leik og stjórnaði sóknarleik liðsins í fjarveru Dúa. Hann skoraði 17 stig og bætti við 12 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Síðasta korterið hjá gestunum var bara ekki gott. Þeir skoruðu aðeins 19 stig í seinni hálfleik, en það verður að telja þeim til tekna að þeir misstu aldrei gleðina, og það verður að halda í hana á þessum síðustu og verstu. Hvað gerist næst? Þórsarar eru svo gott sem fallnir. Samkvæmt mínum bestu heimildum hafa bæði Eric Etienne Fongue og Atle Bouna Black Ndiaye leikið sína síðustu leiki fyrir liðið, svo að öllum líkindum hafa norðanmenn kastað inn hvíta handklæðinu í ár. Keflvíkingar eru aftur á móti í lykilstöðu í toppbaráttunni og deila nú toppsætinu með Þór frá Þorlákshöfn, sem eiga þó leik til góða. Keflavík á næst leik 5. mars gegn Völsurum en Þórsar mæta nöfnum sínum frá Þorlákshöfn 4. mars á Akureyri. Létum boltann vinna fyrir okkur og fórum aðeins að hlaupa á þá og þá náttúrlega virkum við best Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með seinni hálfleik sinna manna.Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar litu ekkert alltof vel út hér framan af leik, og ég spurði Hjalta Þór Vilhjálmsson, þjálfara liðsins, hvort það hefði hreinlega verið eitthvað vanmat í gangi. „Ég veit það ekki alveg. Við ætluðum náttúrulega að koma í þennan leik sprækir og vera orkumiklir. En kannski var það að stríða okkur að það vantaði Dúa og Kanann hjá þeim. Þegar menn sjá það þá einhvern veginn virkar hausinn þannig að menn halda að þetta sé eitthvað auðveldra en leit út fyrir. En menn eiga auðvitað bara að gíra sig upp og við erum að reyna að bæta okkur og það er það sem skiptir máli.“ Keflvíkingar unnu sig vel til baka eftir að hafa lent 14 stigum undir þegar mest var. Ég spurði Hjalta hvort hann væri ekki sáttur með hvernig liðið kom til baka. „Já við vorum virkilega orkumiklir seinni partinn af þriðja og svo í fjórða leikhluta. Það skóp þennan sigur. Við fórum líka bara að spila okkar sóknarleik, létum boltann vinna fyrir okkur og fórum aðeins að hlaupa á þá og þá náttúrlega virkum við best.“ Darius Tarvydas var að leika sinn fimmta leik fyrir liðið í kvöld og Mustapha Heron aðeins sinn annan. Ég spurði Hjalta hvernig honum litist á þá á þessum tímapunkti og hvernig þeir væru að passa inn í liðið. „Já ég bara mjög sáttur. Það tekur auðvitað smá tíma fyrir þá að púslast inn en Darius er, eins og maður sér bara, lengra kominn en Kaninn. Hann er aðeins að brjóta flæðið ennþá en um leið og hann er kominn inn í flæðið og inn í kerfin almennilega þá mun hann smella vel við þetta lið.“ Við urðum bara bensínlausir Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarþjálfari Þórs, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Bjarka Ármanns Oddssonar, sem sat eftir heima norðan heiða, smitaður af veirunni skæðu líkt og Dúi Þór Jónsson, leikstjórnandi liðsins. Þórsarar voru í bílstjórasætinu framan af leik en misstu tökin síðasta korterið eða svo. Jón sagði að hans menn hefðu einfaldlega orðið bensínlausir þegar leið á leikinn en hann var nokkuð ánægður með sína menn þrátt fyrir tap. „Við verðum held ég bara þreyttari en þeir. Svo eru þeir náttúrulega bara drullugóðir. Við vorum að spila kannski okkar einn allra besta leik í vetur og ég er bara mjög ánægður með þetta þannig séð. Þó þetta endi í 20 stigum finnst mér það kannski ekki beinlínis lýsandi fyrir heildarmyndina af leiknum.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið Þórsara í kvöld. Dúi eins og áður sagði með covid og þá er Reginald Keely farinn heim til að vera með eiginkonu sinni og barninu sem þau eiga von á. Jón sagði að það hefði án nokkurs vafað munað um þá hér í kvöld. „Já ég held það, það er ekki flókið.“ Staða Þórsara í deildinni er ekki góð. Liðið í raun komið með annan fótinn í 1. deildina þó það sé tölfræðilegur möguleiki til staðar. Jón sagði að nú snúist þetta bara um að hafa gaman af því að spila körfubolta. „Við erum náttúrulega bara að reyna okkur með hverjum leik og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir mættu hérna í kvöld. Auðvitað er það ömurlegt að vera bara með tvö stig, það er ekkert launungamál. Við viljum bara halda áfram að bæta okkur. Þetta er líka bara svo gaman, að spila körfubolta. Bara halda áfram að djöflast.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Þór Akureyri
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-77, en Þórsarar leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Keflvíkingar tóku á móti botnliði Þórsara í Blue höllinni í kvöld, en fyrirfram hefðu sennilega flestir treyst sér til að setja pening á öruggan sigur heimamanna. Þórsarar aðeins unnið einn leik af 15 í vetur, og mættu til leiks án þeirra Dúa Þórs Jónssonar og Reginald Keely. Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik að hér væru að mætast lið á sitthvorum enda stigatöflunnar. Keflvíkingar virkuðu and- og áhugalausir og á hálfum hraða meðan að gestirnir voru augljóslega mættir til að berjast og hafa gaman. Það skemmdi heldur ekki fyrir að þeir hittu afar vel fyrir utan, settu 10 þrista í fyrri hálfleik í 22 tilraunum, sem gefur 45% nýtingu. Eric Etienne Fongue átti helminginn af þessum þristum og var kominn með 19 stig í hálfeik, en þrátt fyrir að hann væri lang stigahæstur gestanna var ekki um neinn einleik að ræða. Boltinn að flæða vel og allir að leggja sitt af mörkum. Keflavíkurmegin hefði maður e.t.v. reiknað með að Milka myndi fá boltann meira enda lítil hæð í Þórsliðinu í kvöld, en hafði frekar hægt um sig framan af, með 7 stig í hálfleik. Milka endaði með 9 stig og 9 fráköst, en það kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Þórsarar leiddu verðskuldar í hálfleik og ljóst að heimamenn þyrftu að skipta um gír í seinni hálfleik ef þeir ætluðu ekki að færa Þórsurum sinn annan sigur á tímabilinu, og jafnframt sinn annan sigur á Suðurnesjaliði. Það var svipað uppá teningnum framan af seinni hálfleik og Þórsarar komust mest 14 stigum yfir. Þegar u.þ.b. 26 mínútur voru liðnar af leiknum var eins og Keflvíkingar föttuðu loksins að þeir væru að spila keppnisleik í körfubolta og þeir skoruðu alveg heilan helling af stigum í röð. Keflavík vann 3. leikhlutann 29-14 og voru allt í einu komnir 4 stigum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og gestirnir virtust vera að missa trúna á því að stela sigri hér í kvöld. Hvort sem Þórsarar misstu trúna eða urðu hreinlega bensínlausir eftir mikla keyrslu framan af leik, þá voru það Keflvíkingar sem tóku öll völdin á vellinum síðasta korterið og keyrðu gestina algjörlega í kaf. Munaði ekki hvað minnst um Jaka Brodnik sem setti 20 af sínum 25 stigum á síðustu 16 mínútunum. Lokatölur 97-77, öruggur heimasigur Keflvíkinga staðreynd eftir brösótta byrjun, en sennilega sanngjörn úrslit þegar upp er staðið. Af hverju vann Keflavík? Þeir einfaldlega settu í gírinn í seinni hálfleik og spiluðu eins og menn. Þórsarar settu mikið púður í fyrri hálfleikinn á báðum endum vallarins og áttu hreinlega ekki orku til að fylgja fyrstu 25 mínútum leiksins eftir af sama krafti. Hverjir stóðu uppúr? Áðurnefndur Jaka Brodnik átti virkilega gott skotkvöld, 5/6 í þristum og endaði stigahæstur heimamanna með 25 stig. Darius Tarvydas virðist vera að komast í góðan takt, skilaði 23 stigum og 13 fráköstum og 35 framlagspunktum. Þá er vert að minnast á stoðsendingarnar sem Hörður Axel gaf í kvöld en þær voru 15 talsins! Hjá Þórsurum voru margir að leggja í púkkið framan af leik en það mæddi töluvert á Eric Etienne Fongue sóknarlega, en hann skoraði 25 stig í kvöld og var lang stigahæstur gestanna. Hinn danski August Emil Haas átti fínan leik og stjórnaði sóknarleik liðsins í fjarveru Dúa. Hann skoraði 17 stig og bætti við 12 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Síðasta korterið hjá gestunum var bara ekki gott. Þeir skoruðu aðeins 19 stig í seinni hálfleik, en það verður að telja þeim til tekna að þeir misstu aldrei gleðina, og það verður að halda í hana á þessum síðustu og verstu. Hvað gerist næst? Þórsarar eru svo gott sem fallnir. Samkvæmt mínum bestu heimildum hafa bæði Eric Etienne Fongue og Atle Bouna Black Ndiaye leikið sína síðustu leiki fyrir liðið, svo að öllum líkindum hafa norðanmenn kastað inn hvíta handklæðinu í ár. Keflvíkingar eru aftur á móti í lykilstöðu í toppbaráttunni og deila nú toppsætinu með Þór frá Þorlákshöfn, sem eiga þó leik til góða. Keflavík á næst leik 5. mars gegn Völsurum en Þórsar mæta nöfnum sínum frá Þorlákshöfn 4. mars á Akureyri. Létum boltann vinna fyrir okkur og fórum aðeins að hlaupa á þá og þá náttúrlega virkum við best Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með seinni hálfleik sinna manna.Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar litu ekkert alltof vel út hér framan af leik, og ég spurði Hjalta Þór Vilhjálmsson, þjálfara liðsins, hvort það hefði hreinlega verið eitthvað vanmat í gangi. „Ég veit það ekki alveg. Við ætluðum náttúrulega að koma í þennan leik sprækir og vera orkumiklir. En kannski var það að stríða okkur að það vantaði Dúa og Kanann hjá þeim. Þegar menn sjá það þá einhvern veginn virkar hausinn þannig að menn halda að þetta sé eitthvað auðveldra en leit út fyrir. En menn eiga auðvitað bara að gíra sig upp og við erum að reyna að bæta okkur og það er það sem skiptir máli.“ Keflvíkingar unnu sig vel til baka eftir að hafa lent 14 stigum undir þegar mest var. Ég spurði Hjalta hvort hann væri ekki sáttur með hvernig liðið kom til baka. „Já við vorum virkilega orkumiklir seinni partinn af þriðja og svo í fjórða leikhluta. Það skóp þennan sigur. Við fórum líka bara að spila okkar sóknarleik, létum boltann vinna fyrir okkur og fórum aðeins að hlaupa á þá og þá náttúrlega virkum við best.“ Darius Tarvydas var að leika sinn fimmta leik fyrir liðið í kvöld og Mustapha Heron aðeins sinn annan. Ég spurði Hjalta hvernig honum litist á þá á þessum tímapunkti og hvernig þeir væru að passa inn í liðið. „Já ég bara mjög sáttur. Það tekur auðvitað smá tíma fyrir þá að púslast inn en Darius er, eins og maður sér bara, lengra kominn en Kaninn. Hann er aðeins að brjóta flæðið ennþá en um leið og hann er kominn inn í flæðið og inn í kerfin almennilega þá mun hann smella vel við þetta lið.“ Við urðum bara bensínlausir Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarþjálfari Þórs, stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Bjarka Ármanns Oddssonar, sem sat eftir heima norðan heiða, smitaður af veirunni skæðu líkt og Dúi Þór Jónsson, leikstjórnandi liðsins. Þórsarar voru í bílstjórasætinu framan af leik en misstu tökin síðasta korterið eða svo. Jón sagði að hans menn hefðu einfaldlega orðið bensínlausir þegar leið á leikinn en hann var nokkuð ánægður með sína menn þrátt fyrir tap. „Við verðum held ég bara þreyttari en þeir. Svo eru þeir náttúrulega bara drullugóðir. Við vorum að spila kannski okkar einn allra besta leik í vetur og ég er bara mjög ánægður með þetta þannig séð. Þó þetta endi í 20 stigum finnst mér það kannski ekki beinlínis lýsandi fyrir heildarmyndina af leiknum.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið Þórsara í kvöld. Dúi eins og áður sagði með covid og þá er Reginald Keely farinn heim til að vera með eiginkonu sinni og barninu sem þau eiga von á. Jón sagði að það hefði án nokkurs vafað munað um þá hér í kvöld. „Já ég held það, það er ekki flókið.“ Staða Þórsara í deildinni er ekki góð. Liðið í raun komið með annan fótinn í 1. deildina þó það sé tölfræðilegur möguleiki til staðar. Jón sagði að nú snúist þetta bara um að hafa gaman af því að spila körfubolta. „Við erum náttúrulega bara að reyna okkur með hverjum leik og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir mættu hérna í kvöld. Auðvitað er það ömurlegt að vera bara með tvö stig, það er ekkert launungamál. Við viljum bara halda áfram að bæta okkur. Þetta er líka bara svo gaman, að spila körfubolta. Bara halda áfram að djöflast.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti