Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 23:40 Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa meðal annars lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Getty/Anadolu Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. Mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Kanada vegna kórónuveirufaraldursins hafa staðið yfir síðan í janúar. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt bólusetningarskyldu harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Dómstóll þar í landi úrskurðaði nýverið að mótmælum skyldi hætt en vörubílstjórar og aðrir mótmælendur virðast lítið hafa tekið mark á niðurstöðu dómstólsins. Nú hefur lögreglan í Ottawa hótað aðgerðum og segir mótmælendum að yfirgefa svæðið, ella verði þeir handteknir. Lögreglumenn hafa sett upp sérstakar eftirlitsstöðvar og engum er heimilt að komast inn á það svæði, hvar mest er mótmælt, án lögmætrar ástæðu. Gripið var til ráðstafananna til að sporna gegn auknum fjölda mótmælenda. Lögreglan hefur ekki gefið út nánari upplýsingar um hvenær til standi að grípa til aðgerða gegn mótmælendum en tilkynningin kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greip til sérstakra neyðarlaga. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Kanada vegna kórónuveirufaraldursins hafa staðið yfir síðan í janúar. Vörubílstjórarnir hafa mótmælt bólusetningarskyldu harðlega, ekki síst þar sem yfirleitt er stór hluti vörubílstjóra í Kanada aðflutt vinnuafl, en nú geta erlendir verkamenn ekki ferðast til Kanada án fullrar bólusetningar gegn kórónuveirunni. Mótmælin hófust upprunalega eftir að vörubílstjórar tóku að mótmæla bólusetningarskyldu við komuna inn í landið en með tímanum hafa fleiri bæst við sem almennt mótmæla hvers kyns takmörkunum sem nú eru í gildi. Dómstóll þar í landi úrskurðaði nýverið að mótmælum skyldi hætt en vörubílstjórar og aðrir mótmælendur virðast lítið hafa tekið mark á niðurstöðu dómstólsins. Nú hefur lögreglan í Ottawa hótað aðgerðum og segir mótmælendum að yfirgefa svæðið, ella verði þeir handteknir. Lögreglumenn hafa sett upp sérstakar eftirlitsstöðvar og engum er heimilt að komast inn á það svæði, hvar mest er mótmælt, án lögmætrar ástæðu. Gripið var til ráðstafananna til að sporna gegn auknum fjölda mótmælenda. Lögreglan hefur ekki gefið út nánari upplýsingar um hvenær til standi að grípa til aðgerða gegn mótmælendum en tilkynningin kemur aðeins fáeinum dögum eftir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greip til sérstakra neyðarlaga. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. 10. febrúar 2022 22:46