Febrúar mun kaldari en undanfarin ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 06:22 Það sem af er febrúarmánuði hefur verið mun kaldara en síðastliðin ár. Vísir/Vilhelm Fyrstu fimmtán dagar febrúarmánaðar hafa verið mun kaldari en sömu dagar síðustu ára. Meðalhiti í Reykjavík var 1.-15. febrúar 2,1 stiga frost sem er 2,5 gráðum undir meðal lagi áranna 1991 til 2020 og 3,3 gráðum kaldara en meðallag síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar á heimasíðu hans. Þar segir hann að í Reykjavík sé hitinn á þessum fyrstu fimmtán dögum mánaðarins í næstkaldasta sæti aldarinnar, aðeins hafi verið kaldara sömu daga árið 2002 en þá var meðalhitinn 2,2 stiga frost. Hlýjastir hafi þessir dagar verið árið 2017 en þá var meðalhitinn 4,1 gráða. Ef litið er til mælinga frá upphafi þá voru þessir fimmtán dagar kaldastir árið 1881, meðalhiti var þá 5,9 stiga frost en hlýjastir voru þeir árið 1932, meðalhiti þá 4,5 stig. Á Akureyri var meðalhitinn þessa daga 4,3 stiga frost, 3,4 stigum undir meðallagi árin 1991 til 2020 og 4,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi eru dagarnir þeir köldustu á þessari öld en næstkaldastir á öðrum svæðum. Þá segir að Kaldast hafi verið í Möðrudal, þar hafi hiti verið 5,5 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Færslan endar á því að ekki miklar breytingar á veðurlagi séu á döfinni, hiti gæti þó komist upp fyrir frostmark á hluta landsins dag og dag. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
Þetta kemur fram í bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar á heimasíðu hans. Þar segir hann að í Reykjavík sé hitinn á þessum fyrstu fimmtán dögum mánaðarins í næstkaldasta sæti aldarinnar, aðeins hafi verið kaldara sömu daga árið 2002 en þá var meðalhitinn 2,2 stiga frost. Hlýjastir hafi þessir dagar verið árið 2017 en þá var meðalhitinn 4,1 gráða. Ef litið er til mælinga frá upphafi þá voru þessir fimmtán dagar kaldastir árið 1881, meðalhiti var þá 5,9 stiga frost en hlýjastir voru þeir árið 1932, meðalhiti þá 4,5 stig. Á Akureyri var meðalhitinn þessa daga 4,3 stiga frost, 3,4 stigum undir meðallagi árin 1991 til 2020 og 4,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi eru dagarnir þeir köldustu á þessari öld en næstkaldastir á öðrum svæðum. Þá segir að Kaldast hafi verið í Möðrudal, þar hafi hiti verið 5,5 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Færslan endar á því að ekki miklar breytingar á veðurlagi séu á döfinni, hiti gæti þó komist upp fyrir frostmark á hluta landsins dag og dag.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira