Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. febrúar 2022 07:47 Tamara Lich og Chris Barber, sem lögreglan í Kanada telur leiðtoga mótmælanna, hafa verið handtekin. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. Mótmælin hafa lamað samgöngur í borginni en uppistaða mótmælenda eru vörubílstjórar sem upphaflega mótmæltu bólusetningarskyldu á landamærunum að Bandaríkjunum. Þau undu svo upp á sig og snerust upp í allsherjar mótmæli gegn ríkisstjórninni í landinu og forsætisráðherranum Justin Trudau. Tamara Lich var handtekin í gærkvöldi og áður hafði Chris Barber verið hnepptur í varðhald. Búist er við að þau verði ákærð fyrir ýmiskonar brot. Mótmæli höfðu brotist út víðar í landinu og á dögunum var neyðarástandi lýst yfir. Í kjölfarið á því fóru lögreglumenn í það að leysa upp mótmælin og var hópurinn í Ottawa sá síðast í röðinni. Vonast lögregla til þess að handtökur forsprakkanna leiði til þess að hópurinn tvístrist. Mótmælendur, sem margir hverjir hafa haldið fyrir í um fjögur hundruð vöruflutningabílum, sem lagt hefur verið í kring um kanadíska þinghúsið, hafa verið varaðir við því af lögreglu að hætti þeir ekki verði þeir handteknir og hald lagt á vörubíla þeirra, tryggingar þeirra látnar falla niður og bankareikningar þeirra frystir. Þá er lögreglan að vinna að því í samstarfi við barnavernd að fjarlægja börn mótmælenda af vettvangi áður en lögregluaðgerðir hefjast. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Mótmælin hafa lamað samgöngur í borginni en uppistaða mótmælenda eru vörubílstjórar sem upphaflega mótmæltu bólusetningarskyldu á landamærunum að Bandaríkjunum. Þau undu svo upp á sig og snerust upp í allsherjar mótmæli gegn ríkisstjórninni í landinu og forsætisráðherranum Justin Trudau. Tamara Lich var handtekin í gærkvöldi og áður hafði Chris Barber verið hnepptur í varðhald. Búist er við að þau verði ákærð fyrir ýmiskonar brot. Mótmæli höfðu brotist út víðar í landinu og á dögunum var neyðarástandi lýst yfir. Í kjölfarið á því fóru lögreglumenn í það að leysa upp mótmælin og var hópurinn í Ottawa sá síðast í röðinni. Vonast lögregla til þess að handtökur forsprakkanna leiði til þess að hópurinn tvístrist. Mótmælendur, sem margir hverjir hafa haldið fyrir í um fjögur hundruð vöruflutningabílum, sem lagt hefur verið í kring um kanadíska þinghúsið, hafa verið varaðir við því af lögreglu að hætti þeir ekki verði þeir handteknir og hald lagt á vörubíla þeirra, tryggingar þeirra látnar falla niður og bankareikningar þeirra frystir. Þá er lögreglan að vinna að því í samstarfi við barnavernd að fjarlægja börn mótmælenda af vettvangi áður en lögregluaðgerðir hefjast.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02