Fótbolti

Áfrýjuninni hafnað og Walker í þriggja leikja bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kyle Walker þarf að taka út þriggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu.
Kyle Walker þarf að taka út þriggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu. Joe Prior/Visionhaus

Kyle Walker, bakvörður Manchester City, þarf að taka út þriggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu eftir að leikmaðurinn fékk beint rautt spjald í tapi liðsins gegn RB Leipzig í desember.

City áfrýjaði banninu, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur nú hafnað áfrýjuninni og því stendur bannið.

Rauða spjaldið fékk Walker fyrir ljótt brot á Andre Silva undir lok leiks. UEFA mat brotið sem „árás“ (e. assault) og því fékk Walker þriggja leikja bann í stað eins leiks eins og vaninn er.

Walker hefur nú þegar setið af sér einn leik, en hann var eðlilega ekki í leikmannahóp City sem vann 5-0 stórsigur gegn Sporting Lissabon síðastliðinn þriðjudag. Bakvörðurinn verður því einnig í banni í seinni leik City og Sporting, sem og fyrri leik City í átta liða úrslitum ef liðið kemst áfram, sem verður að teljast ansi líklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×