Styðjum frelsi blaðamanna Alexandra Briem skrifar 19. febrúar 2022 13:02 Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar