Yfirheyrslan átti að fara fram í dag en Aðalsteinn sagði frá því á samfélagsmiðlum að henni hefði verið frestað á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm.
Lögmaður Aðalsteins afhenti Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru í gær þar sem farið var fram á að skorið væri úr því hvort aðgerðirnar væru lögmætar.
Sjá einnig: Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra
Í samtali við fréttastofu segir Aðalsteinn að honum skiljist að kæra hans verði tekin til meðferða á næsta miðvikudag. Úrskurður um lögmæti aðgerða komi í framhaldi af því.