Betri en Fasteignaskatturinn Davíð Stefán Reynisson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Skattar og tollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira. Sjálfur fagna ég áætlunum flokkana í Borginni um að byggja meira, hvort sem það er miðsvæðis eða í úthverfunum, enda er bersýnilegur framboðsskortur á húsnæði. Ég tel þessar áætlanir hins vegar ekki taka á meginrót vandans—spákaupmennsku. Spákaupmennska hefur verið og mun halda áfram að vera meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er óaðgengilegur fyrstu kaupendum. Svo lengi sem hægt er að nota land sem fjárfestingartól mun það alltaf endurspeglast í verði þess. Því vil ég tala fyrir lausn sem gerir spákaupmennsku með fasteignir að verri kost fyrir fjárfesta og hvetur núverandi lóðareigendur til að byggja meira og þéttar. Sú lausn felst í að skipta út fasteignaskattinum fyrir lóðamatsskatt. Lóðamatsskattur tekur allt eða hluta af virði óbætts lands sem skattstofn. Þar sem „óbætt land“ er sá hluti fasteignamats sem tekur ekki tillit til bygginga, skólplagna, trjáa og þess háttar. Það er oftar en ekki aukin eftirspurn eftir staðsetningu—ekki baðherbergjum eða bílskúrum, sem leiðir til þess að fasteignaverð hækkar ár frá ári. Þessar aðstæður skapa hvata fyrir fólk til að kaupa fasteignir sem fjárfestingartól en ekki bara sem húsnæði. Húsnæði er nauðsynlegt en það er ekki hagkvæmt til lengdar að nota takmarkaða auðlind líkt og land á þennan veg. Við getum alltaf gefið út ný hlutabréf en við getum ekki framleitt endalaust pláss. Með því að skattleggja óbætt land geta braskarar ekki lengur grætt á síhækkandi eftirspurn eftir þessari takmörkuðu auðlind. Fasteignaskatturinn, sem er næststærsta tekjulind sveitarfélaganna og nemur 0,5% af fasteignamati íbúðaeigna, gerir ekki nægilega mikið til að minnka hvatann til að nota fasteignir sem fjárfestingartól. Þvert á móti, fólk tapar á að byggja við lóðirnar sínar, því skattbyrðinn eykst þegar fasteignamatið er hærra. Þetta leiðir til þess að framboð af húsnæði nær aldrei að mæta eftirspurn og fasteignaverð helst hátt. Lóðamatsskatturinn hefur þveröfug áhrif. Í stað þess að refsa fólki fyrir að byggja við lóðirnar sínar, þá hvetur hann til þess. Þar sem skatturinn tekur bara tillit til virði óbættra lóða, þá borga lóðareigendur sem byggja meira, hlutfallslega minni skatt en þeir sem láta lóðirnar sínar ósnertar. Lóðamatsskatturinn leiðir til þess að þau sem hafa hve mest not af tiltekinni eign hverju sinni, séu þau sem eiga hana. Hugmyndin um lóðamatsskatt kom fyrst fram í lok 19. aldar þegar blaðamaður í New York sá fyrir sér skatt sem gæti komið í stað allra annara. Síðan þá hefur hugmyndin verið í sérstöku dálæti hjá mörgum hagfræðingum þar sem lóðamatsskattinum fylgir fræðilega séð ekkert allratap. Það er vegna þess að framboð lands er bundið lögmálum náttúrunar og því er ekki hægt að minnka eða auka framboð þess ef það reynist dýrara að eiga það. Samanborið við fasteignaskattinn er því hægt að rukka meira án þess að missa hagkvæmni. Fast framboð lands tryggir líka að leigusalar geta ekki skeytt skattinum á leigjendur, þar sem þeir yrðu ósamkeppnishæfir á leigumarkaði. Það fer bráðum að líða að sveitarstjórnarkosningum. Mikið af flottu og framtakssömu fólki er í framboði og tala fyrir alls konar hugmyndum. Ég biðla til þess, óhað því hvar það stendur á pólítíska litrófinu, að endurskoða fasteignaskattinn. Það er til betri kostur. Höfundur er námsmaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun