Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks efld á almennum vinnumarkaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. febrúar 2022 13:31 Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinnumarkaður Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fékk ég að kíkja í heimsókn til Ás styrktarfélags. Tilefnið var að skrifa undir styrktarsamning þar sem við erum að styðja við nýtt verkefni hjá samtökunum, en það miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða sérstaka aðferðafræði að bandarískri fyrirmynd og nefnist verkefnið Project Search á ensku. Verkefnið var upphaflega sett af stað árið 1996 og er í dag starfað eftir módelinu víðsvegar í Bandaríkjunum og 10 öðrum löndum. Vinnumálastofnun og Ás styrktarfélag munu útfæra verkefnið saman. Tryggjum fjölbreytt störf fyrir fatlaða Eitt af áherslumálum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra er að fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með fötlun og skerta starfsgetu. Það að tilheyra hópi og hafa hlutverk skiptir okkur öll miklu máli í lífinu. Fatlað fólk á oft í erfiðleikum með að finna störf við hæfi og þess vegna þurfum við að tryggja að fjölbreytt störf séu til staðar og að vinnumarkaðurinn horfi meira til fatlaðs fólks en nú er gert. Við þurfum með öðrum orðum að skapa fleiri störf á almennum vinnumarkaði sem henta fötluðu fólki og Project Search er einmitt slíkt verkefni. Lykillinn er samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði Tilgangur verkefnisins er að þjálfa ungt fólk með fötlun til starfa á almennum vinnumarkaði, hjálpa því að finna vinnu og aðstoða það við að halda henni. Mikil áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði og fá einstaklingar sambland af fræðslu og starfsþjálfun í níu mánuði hjá samstarfsfyrirtækjum. Eftir að þeim tíma lýkur á starfsmaðurinn kost á að fá vinnu hjá fyrirtækinu eða öðru sambærilegu fyrirtæki ef hann hefur staðist þær kröfur sem til hans eru gerðar. Með verkefninu verður jafnframt unnið markvisst að því að vinnustaðamenning verði þannig að starfsmanni með fötlun sé tekið á jafningjagrundvelli og að hann tilheyri starfsmannahópnum frá upphafi ráðningar. Hér er því um að ræða virkilega spennandi verkefni sem hefur sannað sig víða um heim og ég hlakka til að fylgjast með framgangi þess næstu misserin og hvort og þá hvernig við gætum mögulega byggt á því til lengri framtíðar í atvinnumálum fatlaðs fólks. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar