Einangrun verði ekki lengur skylda og smitrakningu hætt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:46 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti áætlunina á blaðamannafundi í dag. AP/Tolga Akmen Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þinginu í dag að frá og með 1. apríl næstkomandi verði öllum takmörkunum vegna Covid aflétt í landinu. Stór skref verða sömuleiðis tekin til afléttingar síðar í vikunni. Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Johnson kynnti áætlun um næstu skref í faraldrinum í dag en hann sagði nauðsynlegt að fólk lærði að lifa með faraldrinum þar sem veiran væri ekki að fara neitt. Hann vísaði þó til þess að hápunkti ómíkron bylgjunnar virðist hafa verið náð þar sem færri eru nú að greinast í Bretlandi og færri leggjast inn. Nú væri tíminn til að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf en vera viðbúin til að bregðast við ófyrirsjáanlegum aðstæðum sem kunna að koma upp síðar í faraldrinum. British Prime Minister Boris Johnson ends all COVID-19 restrictions in England including mandatory self-isolation for those infected and free testing https://t.co/fh6UzpW055 pic.twitter.com/5a6SJc2nNS— Reuters (@Reuters) February 21, 2022 Frá og með næstkomandi fimmtudegi, 24. febrúar, munu til að mynda þeir sem hafa greinst með Covid ekki þurfa að fara í einangrun samkvæmt lögum. Áfram verður þó ráðlagt að fólk haldi sig heima og forðist samneyti við aðra í að minnsta kosti fimm sólarhringa. Þá verður smitrakningu hætt og þurfa þeir sem hafa verið í nánvígi við smitaðan einstakling ekki að taka próf daglega í sjö daga, líkt og nú kveður á um í lögum, eða fara í sóttkví. Frá og með fyrsta apríl verður síðan hætt að bjóða upp á fríar sýnatökur til almennings en áfram verður boðið upp á sýnatökur fyrir viðkvæmustu hópana. Þeir sem greinast með Covid verða beðnir um að sýna áfram persónulega ábyrgð þegar þeir ákveða hvort þeir verða heima eða ekki. Að lokum mun ríkisstjórnin ekki lengur mæla með notkun svokallaðra Covid-passa, sem fólk hefur þurft að framvísa til að sækja sér ýmsa þjónustu eða viðburði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9. febrúar 2022 13:25