Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:30 Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Réttindi barna Geðheilbrigði Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun