Er það af því hún er kona? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Harpa Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.
Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun