„Var búin að finna síðu sem seldi flottar hárkollur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2022 11:31 Nikita og Hanna Rún eru eitt besta danspar landsins. Dansparið og hjónin Hanna Rún og Nikita Bazev urðu á dögunum fyrst Íslendinga til að komast á heimsleikana í suður-amerískum dönsum, en leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti. Þessi sögulegi árangur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þau hjónin eru nýkomin úr nokkurra ára danspásu og fyrir aðeins tveimur árum var Hanna Rún hrædd um að geta ekki dansað framar eftir misheppnaða mænurótardeyfingu. Það var alls ekki sjálfgefið því samkeppnin var hörð í undankeppninni sem fram fór á Spáni. Yfir 50 af bestu danspörum heims voru mætt til keppni, en aðeins sextán komust áfram á heimsleikana. „Við í rauninni vissum ekkert og vorum alveg við því búin að komast ekki á leikana. Við erum búin að vera í þrjú ár í pásu frá dansi og erum að koma til baka eftir að hafa eingast seinna barnið okkar. Dómararnir vita hver við erum og við viljum ekki koma til baka jafngóð og við vorum, við viljum vera betri. Þarna verða sextán besti pör heims og rosalegir hákarlar. Við höfum sett okkur það markmið að komast í undanúrslitin, sem er topp tólf,“ segir Hanna Rún. Ætlum að sýna okkar besta „Þar sem þetta er mjög persónubundin íþrótt eða list er erfitt að segja til um hvar við gætum endað að lokum en við ætlum tvímælalaust að sýna okkar besta. Því getum við lofað. En ég get ekkert sagt til um hvað dómarnir ákveða að lokum,“ segir Nikita Bazev. Hanna Rún var í viðtali við Evu Laufey fyrir tveimur árum og þá var hún hrædd um að geta aldrei aftur dansað. „Þá var ég með lamaðan fót. Þegar dóttir okkar kemur í heiminn lendi ég í því í mænurótardeyfingu að það er stungið á taug með þeim afleiðingum að vöðvinn lamast eða fer í dvala. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég lamast og svörin sem ég fékk að það væri ómögulegt að spá fyrir hversu lengi þetta stæði yfir.“ Eftir fjóra langa mánuði þar sem fótleggurinn var nær alveg lamaður náði hún einn morguninn loksins að lyfta honum örlítið. „Ég var svo spennti að ég kallaði á pabba, ég næ að lyfta fætinum. Þá fann ég að það er eitthvað að gerast. Þú átt aldrei að gefast upp, ef þú ætlar þér eitthvað og vilt það nægilega mikið þá getur þú það. Dagarnir hjá okkur eru allt öðru vísi núna en fyrir níu eða tíu árum. Þá bjuggum við nánast upp í dansskóla en núna auðvitað eigum við börn og fjölskyldan er núna númer 1,2 og 3. Þegar þau eru í skóla og leikskóla, þá æfum við. Við erum ekki að eyða tíma í það þegar þau eru komin heim. Svo erum við að vinna í Gullsmiðju Óla hjá mömmu og pabba og förum vanalega þangað þegar við erum búin að skutla þeim í skólana klukkna hálf níu og förum í hádeginu að æfa. Við erum að æfa einn og hálfan til tvo tíma á dag sem hljómar ekki mjög mikið en við nýtum tímann vel.“ Getur verið erfitt að aðskilja einkalífið og dansinn Hún segir að það geti verið erfitt að vera með eiginmanni sínum í þessum bransa. „Það er auðvitað gaman að geta ferðast og honum um allan heim en þetta getur verið erfitt. Dagarnir eru misjafnir og maður er ekki alltaf vel upplagður. Hann vill gera þetta svona, og ég vill gera þetta svona og þá þurfum við að fara einhvern milliveg og svo þurfum við að fara heim og elda matinn. Ef það kemur upp einhver sprenging í danssalnum þá þurfum við að skilja það eftir í salnum og þegar heim er komið erum við fjölskylda og við þurfum að takast á við þetta seinna,“ segir Hanna. „Dansinn er dansinn og heimilið er heimilið. Einkalífið og vinnan og dansinn er tvennt aðskilið. Við blöndum þessu ekki og erum nógu gömul til að láta það ganga,“ segir Nikita. En þótt dansinn sé langt í frá bara glimmerkjólar og dansskór þá er þetta tvennt stór partur af öllu saman. Flestir keppinautar Hönnu eru með hóp af fólki í kringum sig til að sjá um þessa hluti, en okkar kona hannar og skreytir alla sína kjóla sjálf - og hefur gert það frá árinu 2005. Hanna Rún er virk á samfélagsmiðlum en það vakti athygli þar þegar hún deildi því fyrir skemmstu að fyrir tveimur árum hefði hún glímt við verulegt hárlos, en hún hefur alla tíð verið með þykkt og mikið hár. „Það var pínu sjokk þegar það fór að detta af. Ég var komin með svona skallabletti. Það var álag að ganga með barn og brjóstagjöf og þetta. Þetta var sirka hálfu ári eftir að hún fæðist. Þetta var allt saman áfall með lömunina og síðan greindist ég með óvirkan skjaldkirtil sem hefur áhrif á hárlos og nýlega greind með gigt sem hefur líka áhrif á hárlos. Mér fannst þetta samt minna mál, því ef fóturinn á mér lagast þá get ég leikið mér við börnin mín og ef ég missi hárið þá í versta falli bara kaupi ég mér hárkollu. Ég var búin að finna síðu sem seldi flottar hárkollur, ef hárið myndi allt fara. Góð vinkona mín lét mig hafa svona dropa og þá fór hárið að koma aftur,“ segir Hanna og hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dans Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Þessi sögulegi árangur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að þau hjónin eru nýkomin úr nokkurra ára danspásu og fyrir aðeins tveimur árum var Hanna Rún hrædd um að geta ekki dansað framar eftir misheppnaða mænurótardeyfingu. Það var alls ekki sjálfgefið því samkeppnin var hörð í undankeppninni sem fram fór á Spáni. Yfir 50 af bestu danspörum heims voru mætt til keppni, en aðeins sextán komust áfram á heimsleikana. „Við í rauninni vissum ekkert og vorum alveg við því búin að komast ekki á leikana. Við erum búin að vera í þrjú ár í pásu frá dansi og erum að koma til baka eftir að hafa eingast seinna barnið okkar. Dómararnir vita hver við erum og við viljum ekki koma til baka jafngóð og við vorum, við viljum vera betri. Þarna verða sextán besti pör heims og rosalegir hákarlar. Við höfum sett okkur það markmið að komast í undanúrslitin, sem er topp tólf,“ segir Hanna Rún. Ætlum að sýna okkar besta „Þar sem þetta er mjög persónubundin íþrótt eða list er erfitt að segja til um hvar við gætum endað að lokum en við ætlum tvímælalaust að sýna okkar besta. Því getum við lofað. En ég get ekkert sagt til um hvað dómarnir ákveða að lokum,“ segir Nikita Bazev. Hanna Rún var í viðtali við Evu Laufey fyrir tveimur árum og þá var hún hrædd um að geta aldrei aftur dansað. „Þá var ég með lamaðan fót. Þegar dóttir okkar kemur í heiminn lendi ég í því í mænurótardeyfingu að það er stungið á taug með þeim afleiðingum að vöðvinn lamast eða fer í dvala. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég lamast og svörin sem ég fékk að það væri ómögulegt að spá fyrir hversu lengi þetta stæði yfir.“ Eftir fjóra langa mánuði þar sem fótleggurinn var nær alveg lamaður náði hún einn morguninn loksins að lyfta honum örlítið. „Ég var svo spennti að ég kallaði á pabba, ég næ að lyfta fætinum. Þá fann ég að það er eitthvað að gerast. Þú átt aldrei að gefast upp, ef þú ætlar þér eitthvað og vilt það nægilega mikið þá getur þú það. Dagarnir hjá okkur eru allt öðru vísi núna en fyrir níu eða tíu árum. Þá bjuggum við nánast upp í dansskóla en núna auðvitað eigum við börn og fjölskyldan er núna númer 1,2 og 3. Þegar þau eru í skóla og leikskóla, þá æfum við. Við erum ekki að eyða tíma í það þegar þau eru komin heim. Svo erum við að vinna í Gullsmiðju Óla hjá mömmu og pabba og förum vanalega þangað þegar við erum búin að skutla þeim í skólana klukkna hálf níu og förum í hádeginu að æfa. Við erum að æfa einn og hálfan til tvo tíma á dag sem hljómar ekki mjög mikið en við nýtum tímann vel.“ Getur verið erfitt að aðskilja einkalífið og dansinn Hún segir að það geti verið erfitt að vera með eiginmanni sínum í þessum bransa. „Það er auðvitað gaman að geta ferðast og honum um allan heim en þetta getur verið erfitt. Dagarnir eru misjafnir og maður er ekki alltaf vel upplagður. Hann vill gera þetta svona, og ég vill gera þetta svona og þá þurfum við að fara einhvern milliveg og svo þurfum við að fara heim og elda matinn. Ef það kemur upp einhver sprenging í danssalnum þá þurfum við að skilja það eftir í salnum og þegar heim er komið erum við fjölskylda og við þurfum að takast á við þetta seinna,“ segir Hanna. „Dansinn er dansinn og heimilið er heimilið. Einkalífið og vinnan og dansinn er tvennt aðskilið. Við blöndum þessu ekki og erum nógu gömul til að láta það ganga,“ segir Nikita. En þótt dansinn sé langt í frá bara glimmerkjólar og dansskór þá er þetta tvennt stór partur af öllu saman. Flestir keppinautar Hönnu eru með hóp af fólki í kringum sig til að sjá um þessa hluti, en okkar kona hannar og skreytir alla sína kjóla sjálf - og hefur gert það frá árinu 2005. Hanna Rún er virk á samfélagsmiðlum en það vakti athygli þar þegar hún deildi því fyrir skemmstu að fyrir tveimur árum hefði hún glímt við verulegt hárlos, en hún hefur alla tíð verið með þykkt og mikið hár. „Það var pínu sjokk þegar það fór að detta af. Ég var komin með svona skallabletti. Það var álag að ganga með barn og brjóstagjöf og þetta. Þetta var sirka hálfu ári eftir að hún fæðist. Þetta var allt saman áfall með lömunina og síðan greindist ég með óvirkan skjaldkirtil sem hefur áhrif á hárlos og nýlega greind með gigt sem hefur líka áhrif á hárlos. Mér fannst þetta samt minna mál, því ef fóturinn á mér lagast þá get ég leikið mér við börnin mín og ef ég missi hárið þá í versta falli bara kaupi ég mér hárkollu. Ég var búin að finna síðu sem seldi flottar hárkollur, ef hárið myndi allt fara. Góð vinkona mín lét mig hafa svona dropa og þá fór hárið að koma aftur,“ segir Hanna og hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dans Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira