Texas í hart gegn foreldrum transbarna Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:57 Greg Abbott talar hér til stuðningsmanna sinna á framboðsfundi fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórakosningar fara fram í Texas í nóvember. Vísir/AP Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna. Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum. Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum.
Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira