Sagan endalausa í Norðvestur Indriði Ingi Stefánsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar