Bein útsending: Nýtt kort sem sýnir áformaðar virkjanir í íslenskri náttúru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2022 11:45 Þverárdalur er gróðursæll dalur norðaustan við Hengil, milli Nesjavalla og Hrómundartinds og er svæðið vinsælt til útivistar. Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa 90 MW jarðvarmavirkjun í Þverárdal. Landvernd Nýr og uppfærður vefur Náttúrukorts Landverndar verður formlega opnaður í dag klukkan 12:30. Sýnt verður beint frá viðburðinum í streymi hér að neðan. Í tilkynningu frá Landvernd segir að ásókn innlendra og erlendra orkufyrirtækja í orkuauðlindir landsins hafi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Að auki sé verið að reyna að þrýsta í gegn gríðarlegum áformum um byggingu vindorkuvera víða um land. Þau séu ný ógn við íslenskt dýralíf, náttúru og umhverfi, sem mikilvægt er að almenningur sé meðvitaður um. Náttúrukortið er lifandi vefsjá sem sýnir einstök svæði á Íslandi sem eru í hættu vegna virkjanahugmynda. Á kortinu eru tilgreind áform um vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og vindorkuver. Náttúrukortið byggir á rammaáætlun og opinberum gögnum um þegar virkjuð svæði, sem og önnur virkjanaáform. Á kortinu má m.a. sjá svæði sem eru í nýtingarflokki, biðflokki og verndarflokki samkvæmt rammaáætlun. Auk þess sýnir Náttúrukortið allar stærri virkjanir sem eru nú þegar til staðar um allt land. Á Náttúrukortinu eru ljósmyndir, myndbönd og texti þar sem fjallað er ítarlega um hvert svæði, náttúrufar þess, skipulagsmál og fleira svo landsmenn geti betur glöggvað sig á því hvað er í húfi. Í vefsjá Landverndar er auk þess hægt að leggja ýmis önnur kort yfir svæðin, t.d. vistgerðir, friðlýst svæði, skipulagsmál, aðalskipulag o.fl. „Náttúrukortið verður áfram í stöðugri uppfærslu enda spretta upp nýjar áskoranir nær daglega. Það er von Landverndar að landsmenn leggi kortinu lið með því að senda inn efni sem bætir eða dýpkar upplýsingarnar, til dæmis myndefni eða ábendingar varðandi einstaka staði sem fjallað er um. Landvernd tekur fagnandi á móti slíku efni á natturukortid@landvernd.is,“ segir í tilkynningu Landverndar. Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Í tilkynningu frá Landvernd segir að ásókn innlendra og erlendra orkufyrirtækja í orkuauðlindir landsins hafi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Að auki sé verið að reyna að þrýsta í gegn gríðarlegum áformum um byggingu vindorkuvera víða um land. Þau séu ný ógn við íslenskt dýralíf, náttúru og umhverfi, sem mikilvægt er að almenningur sé meðvitaður um. Náttúrukortið er lifandi vefsjá sem sýnir einstök svæði á Íslandi sem eru í hættu vegna virkjanahugmynda. Á kortinu eru tilgreind áform um vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og vindorkuver. Náttúrukortið byggir á rammaáætlun og opinberum gögnum um þegar virkjuð svæði, sem og önnur virkjanaáform. Á kortinu má m.a. sjá svæði sem eru í nýtingarflokki, biðflokki og verndarflokki samkvæmt rammaáætlun. Auk þess sýnir Náttúrukortið allar stærri virkjanir sem eru nú þegar til staðar um allt land. Á Náttúrukortinu eru ljósmyndir, myndbönd og texti þar sem fjallað er ítarlega um hvert svæði, náttúrufar þess, skipulagsmál og fleira svo landsmenn geti betur glöggvað sig á því hvað er í húfi. Í vefsjá Landverndar er auk þess hægt að leggja ýmis önnur kort yfir svæðin, t.d. vistgerðir, friðlýst svæði, skipulagsmál, aðalskipulag o.fl. „Náttúrukortið verður áfram í stöðugri uppfærslu enda spretta upp nýjar áskoranir nær daglega. Það er von Landverndar að landsmenn leggi kortinu lið með því að senda inn efni sem bætir eða dýpkar upplýsingarnar, til dæmis myndefni eða ábendingar varðandi einstaka staði sem fjallað er um. Landvernd tekur fagnandi á móti slíku efni á natturukortid@landvernd.is,“ segir í tilkynningu Landverndar.
Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira