„Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með frjálsa för“ Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Selfyssingar fögnuðu vel og innilega þegar þeir urðu Íslandmeistarar í fyrsta sinn árið 2019. Nú er fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar slæm. VÍSIR/VILHELM Formaður handknattleiksdeildar Selfoss segir það algjört „kjaftæði“ að deildin rambi á barmi gjaldþrots og vilji rifta samningum við leikmenn. Staðan sé þó vissulega erfið eftir tvö ár af takmörkunum tengdum kórónuveirufaraldrinum. Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“ Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“
Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti