„Eitthvað óútskýranlegt aðdráttarafl á milli Póstsins og kattardýra“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Lilja Gísladóttir þjónustustjóri Póstsins á Akureyri segir eitthvað óútskýranlegt aðdráttarafl á milli Póstsins og katta. Nýverið þróaði og innleiddi Pósturinn snjallkisann Njál til að þjónusta og leiðbeina viðskiptavini, til dæmis á vefsíðunni. Njáll er enn í þjálfun en stendur sig vel. Snjallkisinn Njáll er enn í þjálfun en stendur sig vel. „Við vissum frá upphafi að spjallmennið okkar ætti að vera köttur. Það er nefnilega eitthvað óútskýranlegt aðdráttarafl á milli Póstsins og kattardýra. Þeir elska okkur og við elskum þá,“ segir Lilja Gísladóttir þjónustustjóri þjónustudeildar Póstsins á Akureyri aðspurð um það, hvers vegna Pósturinn ákvað að búa til snjallkisa í staðinn fyrir snjallmenni til að þjónusta viðskiptavini. „Svo þekkja auðvitað allir tvíeykið ódauðlega Póstinn Pál og köttinn Njál,“ bætir Lilja við. Njáll enn í þjálfun en stendur sig vel Lilja er fædd í Reykjavík en hefur búið á Akureyri í 45 ár. „Svo ég held að ég hljóti að vera orðin fullgildur Akureyringur.“ Lilja segir teymið í þjónustuverinu frábær hópur. Ekki síst vegna þess að viðhorf hópsins er mjög skýrt þar sem allir eru saman í einu liði. Lilja er í sambúð og á eina dóttur, stjúpson og stjúpdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og fyrir nokkrum árum diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Opna háskólanum í Reykjavík. Sem þjónustustjóri segir Lilja starfið sitt felast í daglegum rekstri þjónustudeildar póstsins. Sem einnig þýðir að hún starfar náið með öðrum deildum innan fyrirtækisins. Lilja segir teymið í þjónustuverinu afar samheldið þar sem allir leggja áherslu á að veita sem besta þjónustu. En mikilvægt atriði er einnig viðhorfið sem teymið ber fyrir sjálfu sér: „Eins og við segjum sjálf, við erum LIÐ. Við berum virðingu hvert fyrir öðru og veitum stuðning.“ Snjallkisinn Njáll var kynntur til sögunnar fyrir viðskiptavini Póstsins fyrir skömmu. Okkur lék forvitni á að heyra meira um verkefnið. Síðustu misseri hafa æ fleiri snjallmenni verið kynnt til sögunnar á vefsíðum fyrirtækja og stofnana. En Pósturinn ákvað að fara aðra leið og búa til snjallkisann Njál í staðinn fyrir snjallmenni. Tengingin er meðal annars við teiknimyndina Pósturinn Páll og kötturinn Njáll sem allir þekkja. „Pósturinn hefur verið á spennandi stafrænni vegferð undanfarin misseri og Njáll er liður í þeirri þróun. Fyrir rúmu ári síðan hófum við ferlið við að þróa og taka í notkun spjallforrit sem væri opið viðskiptavinum okkar allan sólarhringinn,“ segir Lilja. Til að byrja með var markmiðið að spjallforritið gæti leyst einföldustu málin. Eins og fólk er farið að þekkja víða á vefsíðum. Þau mál sem spjallforritið gæti ekki leyst, kæmu síðan inn á borð þjónustufulltrúa. „Þegar kom svo að því að persónugera þessa nýju lausn vorum við ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hér væri um kött að ræða. Njáll er hugsaður sem skemmtilegur kisi með svörin á reiðum höndum, er skýr og leysir málin.“ Hlutverk Njáls er að gefa góð ráð og leiðbeina viðskiptavinum Póstsins, til dæmis á vefsíðu félagsins. Og Lilja segir snjallkisann standa sig vel. Njáll var innleiddur og settur í þjálfun í nóvember 2021. Fyrst um sinn þurfti hann auðvitað að læra margt, en í dag er hann orðinn alveg ótrúlega snjall. Hann er samt enn að læra og verður bara klárari með hverjum deginum.“ En hvaðan kom hugmyndin að því að vera með snjallkisa frekar en snjallmenni? „Við ákváðum að leita ráða hjá bæði starfsfólkinu okkar og viðskiptavinum og skelltum í hugmyndaleit á samfélagsmiðlum. Þar sköpuðust miklar og heitar umræður, en niðurstaðan var skýr,flestir vildu sjá köttinn Njál verða að veruleika.“ Auglýsinga- og markaðsmál Tækni Vinnustaðamenning Pósturinn Kettir Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Þurfa sterkt vörumerki til að laða til sín hæfasta starfsfólkið „Það sem er mest vaxandi anginn í vörumerkjastjórnun í dag er það sem kallast á ensku employer branding, þar sem fyrirtæki eru að byggja sig upp sem vörumerkti til þess að geta laðað til sín hæfasta starfsfólkið,“ segir Friðrik Larsen stofnandi brandr og dósent við Háskóla Íslands. 9. febrúar 2022 07:01 Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01 Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Við vissum frá upphafi að spjallmennið okkar ætti að vera köttur. Það er nefnilega eitthvað óútskýranlegt aðdráttarafl á milli Póstsins og kattardýra. Þeir elska okkur og við elskum þá,“ segir Lilja Gísladóttir þjónustustjóri þjónustudeildar Póstsins á Akureyri aðspurð um það, hvers vegna Pósturinn ákvað að búa til snjallkisa í staðinn fyrir snjallmenni til að þjónusta viðskiptavini. „Svo þekkja auðvitað allir tvíeykið ódauðlega Póstinn Pál og köttinn Njál,“ bætir Lilja við. Njáll enn í þjálfun en stendur sig vel Lilja er fædd í Reykjavík en hefur búið á Akureyri í 45 ár. „Svo ég held að ég hljóti að vera orðin fullgildur Akureyringur.“ Lilja segir teymið í þjónustuverinu frábær hópur. Ekki síst vegna þess að viðhorf hópsins er mjög skýrt þar sem allir eru saman í einu liði. Lilja er í sambúð og á eina dóttur, stjúpson og stjúpdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og fyrir nokkrum árum diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Opna háskólanum í Reykjavík. Sem þjónustustjóri segir Lilja starfið sitt felast í daglegum rekstri þjónustudeildar póstsins. Sem einnig þýðir að hún starfar náið með öðrum deildum innan fyrirtækisins. Lilja segir teymið í þjónustuverinu afar samheldið þar sem allir leggja áherslu á að veita sem besta þjónustu. En mikilvægt atriði er einnig viðhorfið sem teymið ber fyrir sjálfu sér: „Eins og við segjum sjálf, við erum LIÐ. Við berum virðingu hvert fyrir öðru og veitum stuðning.“ Snjallkisinn Njáll var kynntur til sögunnar fyrir viðskiptavini Póstsins fyrir skömmu. Okkur lék forvitni á að heyra meira um verkefnið. Síðustu misseri hafa æ fleiri snjallmenni verið kynnt til sögunnar á vefsíðum fyrirtækja og stofnana. En Pósturinn ákvað að fara aðra leið og búa til snjallkisann Njál í staðinn fyrir snjallmenni. Tengingin er meðal annars við teiknimyndina Pósturinn Páll og kötturinn Njáll sem allir þekkja. „Pósturinn hefur verið á spennandi stafrænni vegferð undanfarin misseri og Njáll er liður í þeirri þróun. Fyrir rúmu ári síðan hófum við ferlið við að þróa og taka í notkun spjallforrit sem væri opið viðskiptavinum okkar allan sólarhringinn,“ segir Lilja. Til að byrja með var markmiðið að spjallforritið gæti leyst einföldustu málin. Eins og fólk er farið að þekkja víða á vefsíðum. Þau mál sem spjallforritið gæti ekki leyst, kæmu síðan inn á borð þjónustufulltrúa. „Þegar kom svo að því að persónugera þessa nýju lausn vorum við ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að hér væri um kött að ræða. Njáll er hugsaður sem skemmtilegur kisi með svörin á reiðum höndum, er skýr og leysir málin.“ Hlutverk Njáls er að gefa góð ráð og leiðbeina viðskiptavinum Póstsins, til dæmis á vefsíðu félagsins. Og Lilja segir snjallkisann standa sig vel. Njáll var innleiddur og settur í þjálfun í nóvember 2021. Fyrst um sinn þurfti hann auðvitað að læra margt, en í dag er hann orðinn alveg ótrúlega snjall. Hann er samt enn að læra og verður bara klárari með hverjum deginum.“ En hvaðan kom hugmyndin að því að vera með snjallkisa frekar en snjallmenni? „Við ákváðum að leita ráða hjá bæði starfsfólkinu okkar og viðskiptavinum og skelltum í hugmyndaleit á samfélagsmiðlum. Þar sköpuðust miklar og heitar umræður, en niðurstaðan var skýr,flestir vildu sjá köttinn Njál verða að veruleika.“
Auglýsinga- og markaðsmál Tækni Vinnustaðamenning Pósturinn Kettir Tengdar fréttir Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Þurfa sterkt vörumerki til að laða til sín hæfasta starfsfólkið „Það sem er mest vaxandi anginn í vörumerkjastjórnun í dag er það sem kallast á ensku employer branding, þar sem fyrirtæki eru að byggja sig upp sem vörumerkti til þess að geta laðað til sín hæfasta starfsfólkið,“ segir Friðrik Larsen stofnandi brandr og dósent við Háskóla Íslands. 9. febrúar 2022 07:01 Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00 Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01 Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
Þurfa sterkt vörumerki til að laða til sín hæfasta starfsfólkið „Það sem er mest vaxandi anginn í vörumerkjastjórnun í dag er það sem kallast á ensku employer branding, þar sem fyrirtæki eru að byggja sig upp sem vörumerkti til þess að geta laðað til sín hæfasta starfsfólkið,“ segir Friðrik Larsen stofnandi brandr og dósent við Háskóla Íslands. 9. febrúar 2022 07:01
Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. 6. desember 2021 07:00
Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? 24. nóvember 2021 07:01
Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01