Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 13:34 Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. Aðalmeðferð í málinu hófst í gær með skýrslutöku yfir Árnmari, lögreglumönnum, barnsföður kærustu Árnmars, kærustu Ármars og börnum hennar. Hluti þinghaldsins var lokaður í gær, sá er sneri að kærustunni og börnunum. Fyrir dóm í Héraðsdómi Austurlands í dag komu fjölmörg vitni í málinu. Rúnar Snær var þeirra á meðal en hann er búsettur í næsta nágrenni við húsið í Dalseli hvar hleypt var af skotum. Taldi ungt fólk vera að leika sér með hvellhettur Rúnar Snær lýsti því fyrir dómi að hann hefði setið og horft á sjónvarpið að kvöldi 26. ágúst þegar hann heyrði skothvelli. Hvellirnir hafi verið lágir svo hann hafi talið að einhver væri að leika sér með hvellettubyssu. „Ég ætlaði að skamma viðkomandi,“ sagði Rúnar Snær og reyndi að átta sig á því hvaðan hljóðin kæmu. Eftir drjúga stund hefði lögreglubíl með blá ljós verið ekið inn í Dalselið. Hann hafi fylgst með úr hvarfi, heyrt lögregluna kalla að hún væri vopnuð og hvatt viðkomandi í tvígang til að leggja frá sér vopnið. Nokkrum sekúndum síðar hafi brotist út byssubardagi. Hvellirnir hafi verið margir, úr að minnsta kosti tveimur tegundum skotvopna og staðið í þrjár til fimm sekúndur. Hann hafi dregið þá ályktun að lögregla væri að skjóta ungling. Hann hafi farið á stúfana, ekki lagt í að fara inn í Dalselið, ekkert séð og ekkert heyrt. Það hafi verið eins og allt félli í dúnalogn. Hann hafi áfram fylgst með af svölunum, séð fleiri löggur mæta á svæðið, keyra í kring og ályktað sem svo að verið væri að leita að einhverjum. „Í mallann“ Hann hefði talið líklegt að einstaklingur vopnaður byssu hefði farið í Selskóg, skóg í næsta nágrenni. Hann hafi heyrt hróp úr skóginum og talið að vopnaður einstaklingur hefði verið handsamaður þar. Hann hafi aftur farið á stúfana með farsímann að vopni og ætlað að ná myndefni af því þegar viðkomandi yrði stungið í lögreglubíl. Hann hafi verið að koma sér í færi þegar hann heyrði lögreglu segja yfirvegað að hún væri vopnuð og sagt viðkomandi að leggja frá sér vopn. Engin frekari orðaskipti hafi verið. Svo hafi hann heyrt: „Í mallann“, skotið gollið við en um var að ræða þegar lögregla felldi Árnmar með byssuskoti í kviðinn með einu skoti. Eins og lögregla væri að hundskamma fólkið Rúnar Snær sagðist nokkrum sekúndum fyrr hafa kveikt á upptöku og hefði náð myndbandi af því þegar Árnmar féll í jörðina hrópandi af sársauka. Hann hafi látið símann ganga í smá stund, slökkt á upptöku, haft samband við fréttastofu Ríkisútvarpsins og upplýst þau um gang mála. Enn hafi hann farið á stúfana, rætt við nágranna og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann hafi séð lögreglu standa yfir Árnmari, tala við hann eins og þau væru að hundskamma hann. Lögregla hafi spurt hann hvað hann hafi verið að hugsa, hvort hann hefði ekið ölvaður á vettvang og fleira. Rúnar sagði að sér hefði fundist skrýtið að yfirheyra mann þar sem hann lægi í blóði sínu. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. Fjallað var um undraverðan bata hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Rúnar segir að í framhaldinu hafi tekið við bið eftir sjúkrabíl og hinn særði svo fluttur af vettvangi. Hann lýsti aðstæðum á vettvangi þannig að skollið hafi verið á myrkur þegar atburðarásin hófst. Götulýsing sé þó góð á svæðinu. Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, kom einnig fyrir dóminn í dag. Þröstur hefur áður lýst atburðarásinni í fjölmiðlum og sagði fyrir dómi talið að fyrstu skothvellirnir hefðu verið krakkar að leika sér á hjólabrettum. Hann telur að lögreglumaðurinn sem skaut Árnmar hefði verið mjög stressaður, kannski eðlilega í ljósi aðstæðna. Hann hefði endurtekið þrisvar skipun um að Árnmari legði niður vopn áður en hann hleypti af byssunni. Þröstur, sem hefur verið áberandi í sveitarstjórnarmálum á Austfjörðum, er trúaður og færði ákærða Árnmari biblíuna að gjöf í dómssal. Þá kom sjálfstætt starfandi hljóðmaður fyrir dóminn og sagði alveg ljóst að fjórtán sinnum hefði verið hleypt úr byssu á vettvangi. Ellefu sinnum úr byssu lögreglu og þrisvar úr byssu Árnmars. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag með málflutningi saksóknara og verjanda. Dómsmál Múlaþing Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01 Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hófst í gær með skýrslutöku yfir Árnmari, lögreglumönnum, barnsföður kærustu Árnmars, kærustu Ármars og börnum hennar. Hluti þinghaldsins var lokaður í gær, sá er sneri að kærustunni og börnunum. Fyrir dóm í Héraðsdómi Austurlands í dag komu fjölmörg vitni í málinu. Rúnar Snær var þeirra á meðal en hann er búsettur í næsta nágrenni við húsið í Dalseli hvar hleypt var af skotum. Taldi ungt fólk vera að leika sér með hvellhettur Rúnar Snær lýsti því fyrir dómi að hann hefði setið og horft á sjónvarpið að kvöldi 26. ágúst þegar hann heyrði skothvelli. Hvellirnir hafi verið lágir svo hann hafi talið að einhver væri að leika sér með hvellettubyssu. „Ég ætlaði að skamma viðkomandi,“ sagði Rúnar Snær og reyndi að átta sig á því hvaðan hljóðin kæmu. Eftir drjúga stund hefði lögreglubíl með blá ljós verið ekið inn í Dalselið. Hann hafi fylgst með úr hvarfi, heyrt lögregluna kalla að hún væri vopnuð og hvatt viðkomandi í tvígang til að leggja frá sér vopnið. Nokkrum sekúndum síðar hafi brotist út byssubardagi. Hvellirnir hafi verið margir, úr að minnsta kosti tveimur tegundum skotvopna og staðið í þrjár til fimm sekúndur. Hann hafi dregið þá ályktun að lögregla væri að skjóta ungling. Hann hafi farið á stúfana, ekki lagt í að fara inn í Dalselið, ekkert séð og ekkert heyrt. Það hafi verið eins og allt félli í dúnalogn. Hann hafi áfram fylgst með af svölunum, séð fleiri löggur mæta á svæðið, keyra í kring og ályktað sem svo að verið væri að leita að einhverjum. „Í mallann“ Hann hefði talið líklegt að einstaklingur vopnaður byssu hefði farið í Selskóg, skóg í næsta nágrenni. Hann hafi heyrt hróp úr skóginum og talið að vopnaður einstaklingur hefði verið handsamaður þar. Hann hafi aftur farið á stúfana með farsímann að vopni og ætlað að ná myndefni af því þegar viðkomandi yrði stungið í lögreglubíl. Hann hafi verið að koma sér í færi þegar hann heyrði lögreglu segja yfirvegað að hún væri vopnuð og sagt viðkomandi að leggja frá sér vopn. Engin frekari orðaskipti hafi verið. Svo hafi hann heyrt: „Í mallann“, skotið gollið við en um var að ræða þegar lögregla felldi Árnmar með byssuskoti í kviðinn með einu skoti. Eins og lögregla væri að hundskamma fólkið Rúnar Snær sagðist nokkrum sekúndum fyrr hafa kveikt á upptöku og hefði náð myndbandi af því þegar Árnmar féll í jörðina hrópandi af sársauka. Hann hafi látið símann ganga í smá stund, slökkt á upptöku, haft samband við fréttastofu Ríkisútvarpsins og upplýst þau um gang mála. Enn hafi hann farið á stúfana, rætt við nágranna og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann hafi séð lögreglu standa yfir Árnmari, tala við hann eins og þau væru að hundskamma hann. Lögregla hafi spurt hann hvað hann hafi verið að hugsa, hvort hann hefði ekið ölvaður á vettvang og fleira. Rúnar sagði að sér hefði fundist skrýtið að yfirheyra mann þar sem hann lægi í blóði sínu. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. Fjallað var um undraverðan bata hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Rúnar segir að í framhaldinu hafi tekið við bið eftir sjúkrabíl og hinn særði svo fluttur af vettvangi. Hann lýsti aðstæðum á vettvangi þannig að skollið hafi verið á myrkur þegar atburðarásin hófst. Götulýsing sé þó góð á svæðinu. Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, kom einnig fyrir dóminn í dag. Þröstur hefur áður lýst atburðarásinni í fjölmiðlum og sagði fyrir dómi talið að fyrstu skothvellirnir hefðu verið krakkar að leika sér á hjólabrettum. Hann telur að lögreglumaðurinn sem skaut Árnmar hefði verið mjög stressaður, kannski eðlilega í ljósi aðstæðna. Hann hefði endurtekið þrisvar skipun um að Árnmari legði niður vopn áður en hann hleypti af byssunni. Þröstur, sem hefur verið áberandi í sveitarstjórnarmálum á Austfjörðum, er trúaður og færði ákærða Árnmari biblíuna að gjöf í dómssal. Þá kom sjálfstætt starfandi hljóðmaður fyrir dóminn og sagði alveg ljóst að fjórtán sinnum hefði verið hleypt úr byssu á vettvangi. Ellefu sinnum úr byssu lögreglu og þrisvar úr byssu Árnmars. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag með málflutningi saksóknara og verjanda.
Dómsmál Múlaþing Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01 Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01
Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47