Halda ró sinni en tilbúin með vegabréfið ef allt fer á versta veg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 20:00 Jóhann Guðmundsson, Arna Pálsdóttir og Edda Þórunn Þórarinsdóttir. vísir Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg. Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Fjöldi íslenskra læknanema er búsettur í Slóvakíu og Ungverjalandi, en löndin eiga landamæri að Úkraínu. Læknanemar á svæðinu segja flesta óttaslegna en að fólk haldi ró sinni. „Maður er svolítið hræddur því maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður en við metum þetta frá degi til dags og sjáum hvað næsti dagur hefur í för með sér. Það er það eina í stöðunni akkúrat núna,“ segir Edda Þórunn Þórarinsdóttir, læknanemi í Slóvakíu. Formenn félags íslenskra læknanema í Slóvakíu og Ungverjalandi höfðu samband við Utanríkisráðuneytið og létu vita af hópnum og var ráðuneytið með þessi skilaboð. „Við eigum bara að vera tilbúin ef eitthvað gerist. Vera tilbúin með vegabréf og helstu nauðsynjar,“ sagði Jóhann Guðmundsson, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi. Þau segjast ekki vita af Íslendingum sem ætla heim vegna ástandsins. Skólahald helst óbreytt og því lítið annað að gera en að bíða eftir fregnum og sjá hvernig næstu skref verða. Jóhann segir að fjölskyldan heima á Íslandi sé helst áhyggjufull og stelpurnar taka undir það. „Ég er búin að fá símhringingar frá vinkonum, mömmu og fleirum. Allir að spyrja hvort við séum örugg en við vitum ekki neitt. Við lesum bara fréttir eins og hver annar Íslendingur,“ sagði Edda Þórunn. „Ég held að það sé bara mikilvægt að halda ró sinni. Auðvitað er fólki brugðið og áhyggjufullt en það þýðir ekki að æða áfram í einhverri hræðslu. Meta stöðuna frá degi til dags,“ sagði Arna Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskir nemar þurfa að vera tilbúnir til þess að bregðast hratt við í óvissuástandi því að fyrir einu og hálfu ári þurftu þeir að flýja í kappi við tímann yfir landamæri sem voru á barmi þess að lokast vegna heimsfaraldurs. „Þetta hefur verið mjög skrítið í mjög langan tíma og þetta er ekki beint að batna,“ sagði Jóhann.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Ungverjaland Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira