Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2022 09:26 Santiago Abascal er formaður VOX. Eduardo Parra/Getty Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk. Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði. Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði.
Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15