Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 13:25 Þessi mynd var tekin í apríl 2020. Það var talsvert meira mannlíf í miðborginni í gær heldur en þá. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira