Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 13:25 Þessi mynd var tekin í apríl 2020. Það var talsvert meira mannlíf í miðborginni í gær heldur en þá. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira