Lífið

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Fréttastofa var á vettvangi og tók stöðuna á næturlífinu. Margt var um manninn og mikið glaðst yfir því að Covid væri „búið.“ Kaldi bar, Prikið, Auto, Lebowski og allir mögulegir skemmtistaðir iðuðu af lífi. Einn staðarhaldari sem fréttastofa ræddi við samsinnti því að þrátt fyrir mikla gleði hefði fólk drukkið afar hóflega.

„Segjum það,“ sagði Georg Leite, einn eigandi staðarins. Einn ungur maður sem fréttastofa ræddi við var spurður hvernig ætti að fagna afléttingunum. Þá stóð ekki á svörum:

„Hvernig er verið að fagna þessu? Með drykkju.“

Einhverjir djammarar höfðu þó áhyggjur af því að þolið væri farið, enda þarf að leita aftur til sumarsins 2021 til þess að finna síðasta skiptið sem skemmtistaðir voru opnir án takmarkana.

Í spilaranum hér að ofan má sjá samantekt frá heimsókn fréttastofunnar í djammbæinn í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×