Af hverju er þessi hraði vöxtur mögulegur í Svf. Árborg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. febrúar 2022 09:01 Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar