Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. AP Photo/Virginia Mayo Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa. Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Þetta er haft eftir ónafngreindum embættismanni NATO á vef Reuters, þar hann segir að NATO-ríkin gætu í ákveðnum tilfellum litið á umfangsmikla og alvarlega tölvuárás á NATO-ríki sem ígildi vopnaðrar árásar. Segja má að fimmta grein Atlantshafssáttmálans, stofnsáttmála NATO, sé hornsteinn NATO. Greinin kveður á um að aðilar sáttmálans séu sammála um að ef vopnuð árás sé gerð á eitt eða fleiri aðildaríki sé það ígildi árásar á þau öll. Virkji NATO-ríki fimmtu greinina eru önnur ríki skuldbundin til þess að koma því ríki til aðstoðar á þann hátt sem þau telja við hæfi. Fjallað var um tölvuárásir í tengslum við átökin í Úkraínu í Bítinu í morgun. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa Bretar og Bandaríkjamenn varað við því að mögulegar tölvuárásir á Úkraínu geti smitað út frá sér til ríkja sem eiga aðild að NATO. Í frétt Reuters er einnig rætt við Mark Werner, formann leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem segir að ekki sé búið að negla niður nákvæmlega hvernig NATO muni bregðast við, verði umfangsmikil tölvuárás gerð. „Þetta hefur verið til umræðu í um áratug em við höfum ekki komist að algildri niðurstöðu um hver niðurstaðan er,“ sagði Werner sem sagði málið vera á gráu svæði. Nefndi hann dæmi um möguleika á tölvuárás á Úkraínu sem myndi smitast yfir til Póllands, aðildarríki NATO, þar sem rafmagnslaust yrði á spítölum eða umferðarljós gerð óvirk, sem myndi verða til þess að bandarískir hermenn staðsettir í Póllandi myndu verða fyrir áhrifum. Þá sagði hann Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO ekki hafa gefið Rússum til kynna hvers konar tölvuárás myndi fara yfir strikið. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS ræddi við Reykjavík síðdegis um mögulegar netárásir Rússa.
Tölvuárásir Bandaríkin NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira