Evrópudagur talþjálfunar: Talmeinafræðingar þjóna öllum æviskeiðum Eyrún Ísfold Gísladóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Hjördís Hafsteinsdóttir skrifa 2. mars 2022 08:00 Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar