„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:30 Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir verið að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því að útflutningur til Úkraínu hafi stöðvast vegna átaka. Matvælaráðherra segir málið ekki hafa ratað á sitt bortð Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16