„Þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 14:30 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem finna má á tal.is/vigtin og í appi Bylgjunnar. Það vantaði mun meiri brodd í kosningabaráttu Sævars Péturssonar til að hann ætti möguleika gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í formannsslagnum hjá KSÍ, að mati strákanna í Þungavigtinni. Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira