Íslenski boltinn

Breiðablik snéri taflinu við gegn Fjölni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik vann góðan sigur í Lengjubikarnum í kvöld.
Breiðablik vann góðan sigur í Lengjubikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik vann 4-2 sigur gegn Lengjudeildarliði Fjölnis í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld eftir að hafa lent tvisvar sinnum undir í leiknum.

Viktor Andri Hafþórsson kom Fjölnismönnum yfir strax á sjöundu mínútu áður en Dagur Dan Þórhallsson jafnaði metin fyrir Blika fjórum mínútum síðar.

Gestirnir í Fjölni náðu forystunni á ný þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik með marki frá Degi Inga Axelssyni og staðan var því 1-2 þegar gengið var til búningsherbergja.

Sölvi Snær Guðbjargarson jafnaði svo metin fyrir Breiðablik eftir klukkutíma leik áður en Dagur Dan Þórhallsson og Ísak Snær Þorvaldsson tryggðu liðinu 4-2 sigur með mörkum með stuttu millibili þegar rúma fimm mínútur voru til leiksloka.

Lúkas Magni Magnason fékk að líta beint rautt spjald í liði Blika á lokamínútu leiksins, en það kom ekki að sök. Blikar unnu góðan 4-2 sigur og eru enn með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvo leiki. Fjölnismenn hafa hins vegar leikið þrjá og eru án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×