Barnið mitt er blessun, ekki byrði Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. mars 2022 10:31 Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun