Vaktin: Ísland á meðal ríkja sem vísa meintum stríðsglæpum Rússa til rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. mars 2022 06:49 Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images) Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira