Vaktin: Ísland á meðal ríkja sem vísa meintum stríðsglæpum Rússa til rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. mars 2022 06:49 Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images) Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila