Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2022 08:58 Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á gistiheimilinu í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið hafi hann átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði. Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði.
Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira