„Krefjandi aðstæður og mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 13:00 Arnar Pétursson í höllinni í Kastamonu þar sem íslenska landsliðið freistar þess að taka skref í viðbót í átt að EM sem fram fer í desember. Skjáskot Búist er við 2-3.000 öflugum, tyrkneskum stuðningsmönnum á leik Tyrklands og Íslands í Kastamonu í dag, í undankeppni EM kvenna í handbolta. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fagnar því. „Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Okkur líst bara vel á það. Þetta verða klárlega krefjandi aðstæður og mikil læti og stemning en við ætlum að reyna að njóta þess. Það er langt síðan að við höfum spilað fyrir framan svona mikið af fólki, og í svo langan tíma hefur það bara verið fyrir framan örfáar hræður út af þessu Covid-veseni. En við finnum bara tilhlökkun. Við ætlum að njóta þess og hafa gaman af því,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar landsliðsþjálfari um leikinn við Tyrki í dag Ísland á möguleika á því að komast á EM eftir að hafa unnið Serbíu í október. Til að komast á EM er hins vegar ljóst að Ísland má illa við því að vinna ekki báða leikina við Tyrki, í dag og á sunnudaginn, þar sem Tyrkir eru lægst skrifaða liðið í riðlinum. Arnar vill þó ekki meina að um skyldusigra sé að ræða: „Alls ekki. Þetta tyrkneska lið er hættulegur andstæðingur. Þær hafa verið og eru í mikilli sókn í evrópskum handbolta. Þær spiluðu hörkuleiki við bæði Svía og Serba. Svíarnir lentu í hörkubasli með þær tyrknesku hérna þrátt fyrir að vera eitt af bestu liðum heims í dag. Þetta er því langt frá því að vera eitthvað skylduverkefni. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og spila gæðahandbolta til að klára þetta verkefni,“ sagði Arnar. „Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina“ Tyrkir töpuðu 36-27 á útivelli gegn Serbíu í október og svo 31-23 á heimavelli gegn Svíum eftir að staðan hafði verið 15-12 fyrir Svíþjóð í hálfleik. Arnar segir hins vegar ekkert hægt að slaka á gegn Tyrkjunum: „Þetta eru margir jafnir leikmenn – stelpur sem að vita sín takmörk, berjast í vörn og eru allar í þessu saman. Þær eru hættulegur andstæðingur. Ef þú ætlar að gefa eitthvað eftir á móti þeim þá grípa þær gæsina og nýta öll færi sem við gefum þeim,“ sagði Arnar sem vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig, eftir sigurinn flotta gegn Serbum í haust. „Ég vil sjá okkur halda áfram að bæta í, bæði í vörn og sókn. Ég vil sjá okkur leggja okkur hundrað prósent fram, njóta og hafa gaman af þessu. Berjast saman og leggja okkur fram sem ein liðsheild. Það á að skila okkur góðum úrslitum.“ Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira