Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:09 Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru dökkir á hörund, hafa lent í vandræðum við að flýja Úkraínu. Mörgum þeirra hefur verið meinað að fara um borð í lestar og rútur og segjast margir hafa orðið fyrir barsmíðum landamæravarða. Getty/Murat Saka Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. „Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
„Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00
Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16