Í hópi umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir, sem var í desember ráðin verkefnisstjóri við undirbúning hins nýja ráðuneytis og var settur ráðuneytisstjóri til þriggja mánaða.
Umsækjendur eru eftirtalin:
- Ásdís Halla Bragadóttir, settur ráðuneytisstjóri
- Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri
- Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
- Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
- Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
- Ragnhildur Ágústdóttir, sölustjóri
- Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
- Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá 1. maí, til fimm ára.
Ráðherra hefur skipað nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra.
Í nefndinni sitja:
- Margrét Einarsdóttir, formaður
- Gunnar Björnsson
- Heiðrún Jónsdóttir
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, er í umboði ráðherra settur ráðuneytisstjóri til þess að annast skipunarferlið, að því er segir á vef stjórnarráðsins.