Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Árni Jóhannsson skrifar 3. mars 2022 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. „Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Ég bjóst við gríðarlega erfiðum leik. Ef þú skoðar tímabilið hjá Blikum þá eru þeir búnir að vinna sex leiki af átta á heimavelli og bara tapað fyrir Keflavík með einu og Þór Þorlákshöfn með tveimur. Þannig að þú kemur ekkert hingað inn og tekur öruggan sigur. Ég átti ekki von á því en ég held að þetta hafi verið áhorfendavænn leikur. Ég er hrifinn af Breiðablik þegar við erum ekki að spila við þá og mér finnst gaman að Leeds í fótboltanum. Þannig að fyrir þennan hlutlausa var þetta örugglega mjög gaman en ég hefði viljað að við hefðum ekki hleypt þeim inn í þetta aftur.“ Benedikt var þá spurður að því hvað hafi gerst í fjórða leikhluta en Njarðvíkingar voru með 14 stig forskot fyrir hann en enduðu á því að þurfa framlengingu. „Við bara misstum stjórnina á honum. Danero Thomas var frábær í kvöld. Hann setti níu þrista og þeir voru ekki opnir. Við vorum að passa upp á „poppið“ hjá honum og hann var alltaf með mann í sér en hann bara setti þetta í andlitið á okkur. Everage og Hilmar eru líka frábærir það er varla hægt að stoppa þá einn á einn. Það er bara gríðarlega erfitt að spila við Blikana þegar þeir eru í þessum ham. Flott lið og mér finnst þeir frábærir og það er gaman að hafa þá í deildinni.“ Benedikt var þá spurður hvort sigurinn væri ekki þeim mun ánægjulegri fyrir vikið og upp á þá vegferð sem liðið hans er á í deildinni sem og breidd hópsins hjá Njarðvíkingum. „Jú algjörlega. Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur þó að það hafi þurft framlengingu. Virkilega erfitt að ná í sigur hérna. Við vorum búnir að vinna fimm í röð án þess að vera í naglbít en nú vorum við undir þegar lítið var eftir og ég var ánægður með það hvernig menn brugðust við og komu sér til baka í framlengingu. Maciej Baginski var svo frábær hérna í lokin og setti stóru körfurnar.“ „Sóknarleikurinn okkar stífnaði aðeins í seinni hálfleik en svo settum við 20 stig í fimm mínútna framlengingu þannig að það losnaði örlítið um stífluna. Við hittum illa í seinni hálfleik og þeir sóttu á okkur inn í teig en sem betur fer fóru skotin að detta. Ég held að bekkurinn okkar hafi verið mjög góður. Við vorum 18-1 af bekknum í hálfleik þannig að ég var mjög ánægður með breiddina sem við sýndum.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. 3. mars 2022 21:39