Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 23:17 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er einn þeirra sem nú stendur til boða kaupréttur á hlutum í félaginu. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13